
Lekamálið

Tony Omos mun áfrýja til Hæstaréttar
Úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Tonys Omos gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.

Lögreglustjóri svarar Persónuvernd: Segist ekki hafa efast um umboð Gísla Freys
Sigríður Björk Guðjónsdóttir kveðst ekki hafa haft tilefni að ætla að annarlegar ástæður lægju að baki upplýsingabeiðni Gísla Freys.

Engin gögn um að Omos sé faðir barns Evelyn Joseph
Verjandi Tony Omos lagði ekki fram gögn sem sýna fram á að Omos sé faðir barns sem fæddist hér. Krafa um að Útlendingastofnun tæki til meðferðar umsókn hans um hælisvist var þó byggð á því að hann ætti barnið.

Íslenska ríkið sýknað af kröfu Omos
Útlendingastofnun þarf ekki að taka mál Tony Omos til skoðunar, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hanna Birna bað um og fékk frest hjá umboðsmanni
Hefur til 8. janúar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum.

Tilkynning blaðamanna DV: Þórey tók stöðu gegn almenningi
Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon segjast hafa verið tilbúnir til að mæta Þóreyju Vilhjálmsdóttur í dómsal.

Sættir á milli Þóreyjar og blaðamanna DV
Þórey Vilhjálmsdóttir fær 330 þúsund krónur frá blaðamönnunum auk þess sem öll ummæli um hana eru dauð og ómerk.

Starfsmenn stjórnarráðsins þekkja ekki siðareglurnar
Ríkisendurskoðun leggur til að starfsmönnum ráðuneyta verði reglulega kynntar siðareglur stjórnarráðsins.

Þórey þakklát fyrir tímann í ráðuneytinu
Segir hann þó að reynslan sem hún öðlaðist hafi um margt verið erfið.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að gefa Stöð 2 viðtal um lekamálið
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri dró fréttastofu Stöðvar 2 dögum saman á ósk um viðtal þar til hún hafnaði því alfarið að veita slíkt viðtal.

Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar
Innihald greinargerðar sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra í fyrra ræður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda skjalið segir lektor við Háskóla Íslands.

Gísli Freyr heldur laununum
Þarf ekki að endurgreiða ríkinu launagreiðslur sem hann fékk eftir að hafa gerst brotlegur í starfi.

Hver er að draga hvern niður?
Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt.

Ráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum
„Ráðherrann getur eftir sem áður komið á fund nefndarinnar og þá gert hreint fyrir sínum dyrum,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Hanna Birna farin til útlanda
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er starfandi innanríkisráðherra næstu daga.

Ekki þurfi að efast um umboð
Lögreglustjórafélag Íslands segir að lögreglustjórar líti svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfsmanna innanríkisráðuneytis og lögreglustjóra.

Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar
Lögreglustjórar víða um land sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast ekki við það verklag sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, viðhafði í samskiptum sínum við Gísla Frey Valdórsson í lekamálinu.

Útkjálkun
Ég held að rétt hafi verið hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að segja af sér en þar með er ekki sagt að ég sé hýena.

Mikil völd en engin ábyrgð
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð.

Mikil reiði vegna ummæla Sigmundar Davíðs
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að þjóðin eigi að læra af afsögn Hönnu Birnu og líta í eigin barm.

„Sannarlega eftirsjá að Hönnu Birnu“
Skiptar skoðanir eru innan þingheims um afsögn innanríkisráðherra.

Stjórnmálafræðingar um Hönnu Birnu: Málinu klúðrað á öllum stigum
Sennilega hefði það verið sterkara að segja af sér mun fyrr.

Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu
Ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins segir aðstoðarmann ráðherra ekki hafa mátt fá greinargerð sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum afhenti. Aðstoðarmaðurinn leyndi skjalinu sem ekki er skráð hjá ráðuneytinu.

Bjarni: Ekki úrslitaatriði að eftirmaður Hönnu Birnu sé kona
Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist leggja á það áherslu að finna sem allra fyrst eftirmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson hefur verið sterklega orðaður við embættið.

Hanna Birna til umræðu í Ísland í dag
Árni Páll Árnason, Helgi Hrafn Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson munu ræða atburði dagsins í beinni í Ísland í dag.

Lögreglustjóri afhenti aðstoðarmanni gögn sem hann mátti ekki biðja um
Í svari innanríkisráðuneytisins til fréttastofu kemur fram að Gísli Freyr Valdórsson mátti ekki óska eftir upplýsingum sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum veitti honum.

Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra
Í ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni.

Almannatengill mættur í innanríkisráðuneytið
Fjölmiðlar bíða enn átekta utan við innanríkisráðuneytið og vonast til þess að ná tali af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, þegar hún yfirgefur bygginguna.

Bjarni Benediktsson: Hanna Birna verður lykilþingmaður
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Hanna Birna hafi notið fulls traust til að starfa áfram sem ráðherra.

Biður enga afsökunar á lekamálinu
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra.