Óttaðist í smástund um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 06:00 Arnór Þór vonast til að ná EM í janúar. vísir/ernir Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti