Milljarðabónusgreiðslur skila stjórnendum ALMC í efstu sæti skattakóngalistans
ingvar haraldsson skrifar
Bónusarnir skila stjórnendum ALMC í efstu sæti yfir greiðendur opinbera gjalda.
Fjórir af tíu hæstu greiðendum opinbera gjalda hér á landi á þessu ári eru lykilstjórnendur ALMC sem áður hét Straumur/Burðarás. Ástæðan er milljarðabónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækisins. Bónusarnir áttu að hvetja stjórnendurnar til að hámarka viðri eigna félagsins.
Óttar Pálsson er í sjötta sæti yfir þá sem greiddu hæstu opinberu gjöldin á síðasta ári.Christopher M. Perrin, stjórnarformaður ALMC, greiddi næst hæstu opinberu gjöldin í fyrra eða 200 milljónir króna.
Þá er Jakob Már Ásmundsson, sem var forstjóri ALMC til ársins 2013, í þriðja sæti en hann greiddi 193 milljónir króna í opinber gjöld.
Óttar Pálsson, meðeigandi Logos, fyrrverandi forstjóri ALMC og núverandi stjórnarmaður félagsins er í sjötta sæti listans en hann 143 milljónir króna í opinber gjöld.
Andrew Sylvain Bernhardt, stjórnarmaður ALMC og fyrrverandi framkvæmdastjóri, greiðir 113 milljónir króna til hins opinbera en hann situr í 10. sæti listans.