Fréttir

Al­þjóð­legi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, sam­kennd og Riddarar kær­leikans

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd– mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent

Göturnar sem verða mal­bikaðar í sumar í Reykja­vík

Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Innlent

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent

Ger­endur nýti „allar mögu­legar leiðir“

Rúmlega hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.

Innlent

Magnús Karl og Silja Bára á­fram í rektors­kjöri

Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild HÍ og Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ hlutu flest atkvæði í rektorskjöri Háskóla Íslands í dag. Þar sem hvorugt þeirra hlaut meirihluta atkvæða fer fram önnur atkvæðagreiðsla að viku liðinni.

Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt yfir þremur

Héraðsdómur Suðurlands féllst síðdegis á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi að úrskurða þrjá í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við manndrápsmálið í Gufunesi. Gæsluvarðhald var framlengt yfir tveimur karlmönnum í fjórar vikur og yfir einni konu í viku.

Innlent

Umsáturseinelti, átta­villtur ferða­maður og rektors­kjör

Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent

Lög­reglu­menn megi grínast sín á milli eins og aðrir

Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Innlent