Fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Innlent 4.5.2025 12:18 Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Óvenjulítill snjór er á hálendinu miðað við árstíma. Jöklafræðingur hefur áhyggjur af því að jöklar rýrni mjög í sumar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 4.5.2025 11:51 Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Erlent 4.5.2025 11:04 Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Erlent 4.5.2025 11:02 Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. Erlent 4.5.2025 10:56 Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 4.5.2025 10:01 Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka. Erlent 4.5.2025 09:56 Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Eldur kviknaði í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um fimmleytið í nótt. Innlent 4.5.2025 09:39 Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Erlent 4.5.2025 08:55 Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. Veður 4.5.2025 07:55 Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. Innlent 4.5.2025 07:40 PAP vann stórsigur í Singapúr People’s Action flokkurinn, PAP, vann stórsigur í þingkosningum í Singapúr í dag. Flokkurinn hefur verið við völd í landinu í 66 ár. Lawrence Wong, forsætisráðherra landsins, tók við fyrir um ára síðan þegar þáverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér. Erlent 3.5.2025 22:42 Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3.5.2025 22:30 Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. Innlent 3.5.2025 20:04 Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.5.2025 18:11 Sinueldur við Landvegamót Sinueldur kviknaði nærri Landvegamótum við Hellu eftir að kviknaði í sláttutraktor. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 3.5.2025 18:10 Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu. Innlent 3.5.2025 17:25 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. Erlent 3.5.2025 16:23 Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Innlent 3.5.2025 14:05 Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Erlent 3.5.2025 12:29 Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt umtalsvert og mælist nú með ríflega 29 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar. Innlent 3.5.2025 12:26 „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Innlent 3.5.2025 12:22 Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Fasteignasali segir verð á nýjum íbúðum of hátt miðað við aðrar íbúðir á markaðnum og því seljist þær ekki í marga mánuði. Á átta þéttingarreitum í Reykjavík standa 260 íbúðir óseldar frá áramótum. Innlent 3.5.2025 11:45 Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Íbúafjöldi Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, hefur náð tuttugu þúsund manns í fyrsta sinn. Tilkynnt var um tímamótin þann 1. maí á heimasíðu sveitarfélagsins sem heitir Sermersooq. Erlent 3.5.2025 11:33 Rykið dustað af sólbekkjunum Veðrið leikur svoleiðis við borgarbúa í dag og því má búast við margmenni í sundlaugum borgarinnar. Sundlaugarvörður segir sólbekkina þegar farna að fyllast og hvetur landsmenn til að nýta hverja mínútu af sólskini. Innlent 3.5.2025 10:57 Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Blóð bandarísks manns, sem lét snáka bíta sig 200 sinnum og sprautaði sig með snákaeitri oftar en 700 sinnum yfir átján ára tímabil, hefur leitt til móteiturs „sem á sér enga hliðstæðu“ að sögn vísindamanna. Erlent 3.5.2025 10:33 Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Erlent 3.5.2025 10:27 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. Erlent 3.5.2025 09:35 Sólríkt og fremur hlýtt í dag Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað. Veður 3.5.2025 08:40 Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Umbótaflokkurinn (Reform UK), undir stjórn Nigel Farage, vann stórsigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu báðir skipbrot og náðu samanlagt aðeins 35 prósent atkvæða, sem er sögulega lágt. Erlent 3.5.2025 08:18 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
„Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Grímur Grímsson alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður segir umfjöllun Kveiks um njósnir starfandi lögreglumanns að undirlagi Björgólfs Thors hafa verið sér mikil vonbrigði. Hann segir þáttinn hafa verið erfiðan að horfa á. Innlent 4.5.2025 12:18
Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Óvenjulítill snjór er á hálendinu miðað við árstíma. Jöklafræðingur hefur áhyggjur af því að jöklar rýrni mjög í sumar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 4.5.2025 11:51
Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Erlent 4.5.2025 11:04
Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Erlent 4.5.2025 11:02
Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í fyrri umferð kosninga til að velja sinn næsta forseta. Grannt er fylgst með kosningunum en sex mánuðir eru síðan hætt var við forsetakosningar vegna ásakana um að Rússar væru að beita sér í kosningunum. Erlent 4.5.2025 10:56
Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 4.5.2025 10:01
Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka. Erlent 4.5.2025 09:56
Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Eldur kviknaði í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um fimmleytið í nótt. Innlent 4.5.2025 09:39
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Erlent 4.5.2025 08:55
Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. Veður 4.5.2025 07:55
Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Lögregla og sjúkralið voru kölluð að skemmtistað vegna manns sem svaf ölvunarsvefni inni á baðherbergi. Þegar reynt var að ræða við manninn brást hann ókvæða við og reyndi að slást við viðbragðsaðila. Maðurinn var handtekinn og settur í fangaklefa. Innlent 4.5.2025 07:40
PAP vann stórsigur í Singapúr People’s Action flokkurinn, PAP, vann stórsigur í þingkosningum í Singapúr í dag. Flokkurinn hefur verið við völd í landinu í 66 ár. Lawrence Wong, forsætisráðherra landsins, tók við fyrir um ára síðan þegar þáverandi forsætisráðherra landsins sagði af sér. Erlent 3.5.2025 22:42
Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Þuríður Sigurðardóttir söngkona kallar eftir því að Laugarnes í Reykjavík verði friðlýst sem búsetu- og menningarlandslag. Hún býður upp á sögugöngu um Laugarnes klukkan þrjú á morgun, sunnudag, þar sem hún ætlar meðal annars að fjalla um þá kenningu að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi. Innlent 3.5.2025 22:30
Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Það er í mörgu að snúast hjá sauðfjárbændum þessa dagana því nú stendur sauðburður yfir í fjárhúsum landsins. Tveir svartir hrútar komu í heiminn þegar fréttamaður heimsótti fjárbú á Rangárvöllum. Innlent 3.5.2025 20:04
Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum framleiðendum sem selja vörur til Fríhafnarinnar. Þeir hafa lýst miklum áhyggjum vegna nýs rekstraraðila, sem hefur krafið framleiðendur um að lækka vöruverð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.5.2025 18:11
Sinueldur við Landvegamót Sinueldur kviknaði nærri Landvegamótum við Hellu eftir að kviknaði í sláttutraktor. Búið er að slökkva eldinn. Innlent 3.5.2025 18:10
Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Karlmaður sigldi í dag ölvaður utan í annan bát og svo í grjótgarð. Maðurinn var handtekinn og málið afgreitt á lögreglustöð. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu. Ekki er tekið fram hvar atvikið átti sér stað en lögreglumenn á stöð í Kópavogi og Breiðholti sinntu erindinu. Innlent 3.5.2025 17:25
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. Erlent 3.5.2025 16:23
Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Innlent 3.5.2025 14:05
Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Erlent 3.5.2025 12:29
Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt umtalsvert og mælist nú með ríflega 29 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar. Innlent 3.5.2025 12:26
„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Innlent 3.5.2025 12:22
Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Fasteignasali segir verð á nýjum íbúðum of hátt miðað við aðrar íbúðir á markaðnum og því seljist þær ekki í marga mánuði. Á átta þéttingarreitum í Reykjavík standa 260 íbúðir óseldar frá áramótum. Innlent 3.5.2025 11:45
Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Íbúafjöldi Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, hefur náð tuttugu þúsund manns í fyrsta sinn. Tilkynnt var um tímamótin þann 1. maí á heimasíðu sveitarfélagsins sem heitir Sermersooq. Erlent 3.5.2025 11:33
Rykið dustað af sólbekkjunum Veðrið leikur svoleiðis við borgarbúa í dag og því má búast við margmenni í sundlaugum borgarinnar. Sundlaugarvörður segir sólbekkina þegar farna að fyllast og hvetur landsmenn til að nýta hverja mínútu af sólskini. Innlent 3.5.2025 10:57
Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Blóð bandarísks manns, sem lét snáka bíta sig 200 sinnum og sprautaði sig með snákaeitri oftar en 700 sinnum yfir átján ára tímabil, hefur leitt til móteiturs „sem á sér enga hliðstæðu“ að sögn vísindamanna. Erlent 3.5.2025 10:33
Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Fimm manns var komið til bjargar eftir að hafa nauðlent í mýri í Amasonfrumskóginum. Þau höfðu setið föst á baki flugvélar í 36 klukkustundir umsetin af krókódílum sem eru ófáir í mýrum og fljótum regnskógarins. Erlent 3.5.2025 10:27
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. Erlent 3.5.2025 09:35
Sólríkt og fremur hlýtt í dag Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað. Veður 3.5.2025 08:40
Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Umbótaflokkurinn (Reform UK), undir stjórn Nigel Farage, vann stórsigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu báðir skipbrot og náðu samanlagt aðeins 35 prósent atkvæða, sem er sögulega lágt. Erlent 3.5.2025 08:18
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent