Fótbolti

Tonali tryggði Newcastle dýr­mætan sigur

Deildabikarmeistarar Newcastle byrja vel eftir ævintýrið á Wembley því liðið vann í kvöld mikilvægan sigur á Brentford í baráttunni um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann líka risasigur á útivelli á móti Brighton & Hove Albion.

Enski boltinn

„Mót­lætið styrkir mann“

Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dóttir upp­lifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir ís­lenska lands­liðið í síðasta verk­efni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjar­verandi vegna meiðsla.

Fótbolti

„Auð­vitað söknum við hennar“

Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins.

Fótbolti

Vilja VAR á Ís­landi og finnst Gylfi lang­bestur

Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar.

Íslenski boltinn

Fé­lögin spá Víkingum titlinum

Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.

Íslenski boltinn

Orri og fé­lagar duttu út með hádramatískum hætti

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr spænska bikarnum eftir hádramatískan leik og einvígi gegn Real Madrid sem endaði 5-4. Orri kom inn á seinni hálfleik framlengingar, eftir að sjö mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma. Antonio Rudiger skallaði Madrid svo áfram í úrslitaleikinn á 115. mínútu.

Fótbolti

Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu

Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.

Enski boltinn

Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu

Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg í Þýskalandi, hefur sagt starfi sínu lausu. Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir mun því spila undir nýrri stjórn það sem eftir er tímabils en samningur hennar rennur út í sumar.

Fótbolti