Getuleysi á stóra sviðinu Símon Birgisson skrifar 7. janúar 2025 07:01 Björn Thors og Nína Dögg í hlutverkum sínum. Þjóðleikhúsið Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla. Yerma - Þjóðleikhúsið 3. sýning. 3. janúar 2025 Höfundur: Simon Stone. Leikstjórn Gísli Örn Garðarson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Tónlist: Gulli Briem. Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir. Björn Thors. Guðjón Davíð Karlsson. Ilmur Kristjánsdóttir. Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir. Yerma þýðir á spænsku þurr, ófrjór eða ósáinn jarðvegur. Í upprunalegu verki Federico García Lorca frá árinu 1934 er nafnið táknrænt fyrir raunir aðalpersónunnar sem á sér þann draum heitastan að eignast barn en fær þá ósk ekki uppfyllta. Leikritið sem birtist á fjölum Þjóðleikhússins er ekki eftir Lorca heldur nýtt leikverk – einskonar tilbrigði við stef – eftir Simon Stone og þrátt fyrir að grunnstefin séu svipuð er um sjálfstætt verk að ræða sem fjallar um getuleysi og andlega hnignun. Draumur um barn Aðalpersónur verksins eru hún og unnusti hennar Jón. Þau eru ungt par, nýbúin að festa kaup á nýrri íbúð og eru á framabraut í lífinu. Jón sinnir alþjóðlegum viðskiptum og ferðast um heiminn og hún skrifar lífstílspistla á vefsíðu. Allt virðist leika í lyndi en það er eitt sem vantar til að fullkomna myndina og það er barn. Tilraunir þeirra til að geta barn ganga hins vegar ekki eftir og þrá hennar eftir barni breytist í þráhyggju og leiðir hana að lokum út í einskonar geðrof. Parið giftir sig í sýningunni í skugga barnleysis.Þjóðleikhúsið Inn í söguna blandast fjölskylda hennar. Systirin María (Ilmur Kristjánsdóttir) sem er í misheppnuðu hjónabandi en virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að eignast börn. Móðirin Helena (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) sem sér eftir því að hafa orðið móðir og saknar frelsisins sem hún naut áður en hún stofnaði til fjölskyldu. Gamall kærasti, Viktor (Guðjón Davíð Karlsson), kemur aftur inn í líf hennar og er fullur eftirsjár yfir því hvernig samband þeirra endaði. Þessar persónur spegla raunir og þrár hennar og reyna að hjálpa henni að ná áttum. En líkt og í öllum harmleikjum (sem upphaflegt leikrit Lorca skilgreinir sig sem) er engin von um endurlausn eða hamingjusaman endi. Miklir möguleikar Verkið var fyrst sett upp í Bretlandi í Young Vic leikhúsinu árið 2016 og fékk þar fádæma góðar viðtökur – þegar lesnir eru dómar í þarlendum miðlum er því lýst sem „verki áratugarins.“ Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu aðalleikonunnar Billie Piper sem fékk öll möguleg verðlaun fyrir hlutverkið. Sýningin var svo sett upp í Bandaríkjunum, einnig með umræddri Billie Piper sem heillaði bandaríska gagnrýnendur á sama hátt og þá bresku. Gulli Briem fer mikinn á trommunum í sýningunni.Þjóðleikhúsið Hér á Íslandi er leikstjórnin í höndum Gísla Arnar Garðarssonar, eins af okkar bestu leikstjórum sem hefur gert garðinn frægan bæði í leikhúsi og kvikmyndum bæði með Vesturporti og eigin uppsetningum. Gísli er fjölhæfur leikstjóri en sýningar hans eiga það sameiginlegt að vera veisla fyrir augað – það er ekki að ástæðulausu að hann var valinn af Disney til að setja upp söngleikinn Frost á öllum Norðurlöndunum. Gísli velur að staðfæra verkið og láta það gerast í íslenskri stofu í úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Ég var ekkert sérlega hrifinn af tilvísunum í íslenskan veruleika og fannst ekki hjálpa verkinu þegar persónur þess fara að tala um Herra hnetusmjör og Möggu Stínu. Ég setti út á það sama í uppsetningu Borgarleikhússins á Óskalandinu þar sem brandarar um Selfoss virkuðu hálf hjákátlegir. Hvað er að því að leyfa verkum bara að gerast annaðhvort í útlöndum eða í einhverskonar staðleysu? Klaufalegar skiptingar Yerma er stofudrama og meginhluti verksins gerist á nýkeyptu heimili hennar og Jóns. Sviðsmyndin er í höndum Barkar Jónssonar og það er áhugavert að bera hana saman við fyrrnefnt Óskaland í Borgarleikhúsinu. Í því verki fannst mér Börkur treysta stóra sviðinu betur og nýta hin óséðu rými á sviðinu. Þar var einnig skýr sögn í litbrigðum sviðsmyndarinnar sem táknaði hinn gráa veruleika sem persónur verksins runnu saman við. Í Yermu er leikmyndin ekki eins stílfærð heldur er leitast við að hafa allt sem raunverulegast og það virkaði hálf klaufalegt þegar sviðsmenn voru sífellt að bera inn leikmuni, bæta bókum í bókahillur og hengja upp ljósakrónur í senuskiptum. Ólafía Hrönn í hlutverki móðurinnar.Þjóðleikhúsið Ég ímynda mér að þetta verk gæti virkað mun betur á minna sviði – t.d. í Kassanum þar sem nánd við áhorfendur er meiri. Það er einnig spennandi að leika stofudrama, sem er mjög hefðbundið í forminu, á óhefðbundinn hátt. Hér er sú leið ekki farin heldur er lagt mikið upp úr því að hafa allt eins raunverulegt og hægt er og þessar löngu skiptingar milli atriði drógu úr spennunni í verkinu. Þrátt fyrir að trommuleikur Gulla Briem væri heillandi fór maður stundum að pæla í hvenær næsta atriði byrjaði og hvað sviðsmennirnir væru að bardúsa á sviðinu í þetta skiptið. Leikarar á vitlausum aldri Leikritið er krefjandi fyrir leikarana enda umfjöllunarefnið viðkvæmt. Í heildina stóð leikhópurinn sig ágætlega. Ólafía Hrönn fannst mér bera af í hlutverki móður hennar. Hún er ekki hin týpíska mamma heldur óhrædd við að segja dóttur sinni að hún sjái eftir að hafa fætt hana inn í þennan heim. Nína Dögg og Björn Thors leika aðalhlutverkin og mæðir mest á þeim í verkinu. Björn var frábær í lokasenu verksins þar sem hann hefur endanlega gefist upp á sambandinu og misheppnuðum glasafrjóvgunum. Maður trúði á persónu hans og þá ákvörðun að láta staðar numið. Nína Dögg leikur hlutverk hennar af sannfæringu og krafti og varð betri eftir því sem leið á verkið og örvæntingin náði sterkari tökum á henni. Endir verksins reynir á aðalleikonuna en hún réði við verkefnið og á hrós skilið. Nína og Björn í faðmlögum.Þjóðleikhúsið Vandamálið með leikarana í sýningunni fannst mér hins vegar vera að þeir eru allir á vitlausum aldri fyrir hlutverk sín. Billie Piper var um þrítugt þegar hún lék hana í upprunalega útgáfu verksins og það passar við þá tilfinningu sem maður hefur fyrir aldri persónanna. Björn Thors og Nína tilheyra hins vegar annarri kynslóð og eru nær sextugsaldrinum. Þetta ruglar mann sem áhorfanda og hefur áhrif á sögn verksins. Harmur hjóna sem eru orðin miðaldra, í góðum vinnum og eiga flott hús og vantar bara barn til að tikka í öll boxin er annar heldur en örvænting ungrar konu sem kemst að því að hún er óbyrja. Ótti manns á þrítugsaldi við að fara til læknis og fá úr því skorið hvort hann sé getulaus er annar en manns á fimmtugsaldri sem hefur aldrei getað eignast barn. Það hefði verið áhugavert að sjá verkið sett upp með yngri leikurum sem hefðu passað betur inn í þann heim sem leikritið gerist í. Grín eða drama Það er áhugavert að báðar jólasýningar stóru leikhúsanna í ár skuli á einn eða annan hátt fjalla um konur sem eiga erfitt með að eignast barn. Þetta umfjöllunarefni er mikilvægt en einnig afar viðkvæmt. Þessar konur kalla sig stundum perlumæður og eflaust er ekkert sárara en að fá ekki tækifæri til að hugga sitt eigið barn á öxlinni þegar eitthvað á bjátar. Það voru mörg eftirminnileg og sár augnablik í Yermu – til dæmis þegar hún er spurð af hverju hún ættleiði ekki og hún segist frekar vilja láta rífa af sér hendurnar en að halda á barni sem er ekki hennar hold og blóð. ilmur Kristjánsson í hlutverki systurinnar sem nýtur barnaláns.Þjóðleikhúsið Það sem leitar hins vegar á mig eftir að hafa séð Yermu eru mörg hvað ef. Manni finnst sýningin biðja um aðra nálgun en farin er í Þjóðleikhúsinu, meiri nánd við áhorfendur, minna svið, hraðari atburðarrás og meiri grótesku. Það er nefnilega hugrakkt að skrifa verk þar sem konan í aðalhlutverki er engin dýrlingur heldur þvert á móti – hún skrifar opinberlega um hvernig hlakkar í henni þegar systir hennar missir fóstur, hún niðurlægir eiginmann sinn og sýnir fjölskyldu og fólki í kringum sig enga samkennd. Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla. Hins vegar er stundum eins og uppsetningin sé ekki viss um hvort hún sé drama eða farsi, það er stutt í brandarana og þeir hitta ekki alltaf í mark. Einnig fannst mér of mikil áhersla á að hafa leikritið sem „raunverulegast“ og stutt atriði þar sem ungabarn af holdi og blóði var notað sem leikmunur á sviðinu fannst mér algjör óþarfi – ég fann hreinlega til með barninu og vonaði innilega að foreldrar þess væru tilbúnir við sviðið að koma því heim í ró. Niðurstaða Hin upprunalega Yerma var saga konu sem gat ekki eignast barn því eiginmaður hennar vildi það ekki. Hinn raunverulegi harmleikur var hins vegar það samfélag sem hún tilheyrði – samfélag sem bannaði henni að segja skilið við manninn sinn, samfélag fast í aldagömlum siðferðishugmyndum um hlutverk kvenna sem áttu að þjóna eiginmönnum sínum og guði hvað sem á bjátaði. Yerma er grafin lifandi í óhamingjusömu hjónabandi og þegar hún drepur eiginmann sinn í lok verksins er það kannski táknrænt fyrir Spán á þeim tíma þar sem íbúar landsins voru fangar í fasisma Francos – getuleysi Francos var að geta ekki búið til framtíð fyrir landið, hefnd Yermu beindist að honum (Franco lét síðar drepa Lorca og brenna verk hans á báli). Nútímaútgáfa Simon Stone á lítið skylt við upprunalega verkið – fyrir utan kannski nafnið og hinn rauða þráð um löngun Yermu til að geta barn. Annað er sköpunarverk höfundarins Simon Stone og ekki auðvelt að lesa í hina táknrænu merkingu þess að hefnd Yermu beinist að henni sjálfri þegar öll sund lokast. Björn og Nína fara á kostum undir lok sýningarinnar.Þjóðleikhúsið Það er í sjálfu sér virðingarvert að Þjóðleikhúsið taki áhættu með uppsetningu á jafn dimmu verki og Yerma sem jólasýningu hússins. Það er ekki víst að þessi sýning sé allra en virkar kannski sem ágætis mótvægi við gleðileikina Eltum veðrið og Frost sem hafa ráðið ríkjum á stóra sviðinu í vetur. Ég hefði hins vegar kosið að sjá aðra nálgun á uppsetningu verksins og finnst leikaravalið umhugsunarefni. Gísli Örn er einn af okkar mest spennandi leikstjórum en kannski var þetta leikrit ekki það rétta til að hans hæfileikar fái að njóta sín. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Tengdar fréttir Barist um arfinn í Borgó Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Yerma - Þjóðleikhúsið 3. sýning. 3. janúar 2025 Höfundur: Simon Stone. Leikstjórn Gísli Örn Garðarson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Tónlist: Gulli Briem. Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir. Björn Thors. Guðjón Davíð Karlsson. Ilmur Kristjánsdóttir. Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir. Yerma þýðir á spænsku þurr, ófrjór eða ósáinn jarðvegur. Í upprunalegu verki Federico García Lorca frá árinu 1934 er nafnið táknrænt fyrir raunir aðalpersónunnar sem á sér þann draum heitastan að eignast barn en fær þá ósk ekki uppfyllta. Leikritið sem birtist á fjölum Þjóðleikhússins er ekki eftir Lorca heldur nýtt leikverk – einskonar tilbrigði við stef – eftir Simon Stone og þrátt fyrir að grunnstefin séu svipuð er um sjálfstætt verk að ræða sem fjallar um getuleysi og andlega hnignun. Draumur um barn Aðalpersónur verksins eru hún og unnusti hennar Jón. Þau eru ungt par, nýbúin að festa kaup á nýrri íbúð og eru á framabraut í lífinu. Jón sinnir alþjóðlegum viðskiptum og ferðast um heiminn og hún skrifar lífstílspistla á vefsíðu. Allt virðist leika í lyndi en það er eitt sem vantar til að fullkomna myndina og það er barn. Tilraunir þeirra til að geta barn ganga hins vegar ekki eftir og þrá hennar eftir barni breytist í þráhyggju og leiðir hana að lokum út í einskonar geðrof. Parið giftir sig í sýningunni í skugga barnleysis.Þjóðleikhúsið Inn í söguna blandast fjölskylda hennar. Systirin María (Ilmur Kristjánsdóttir) sem er í misheppnuðu hjónabandi en virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að eignast börn. Móðirin Helena (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) sem sér eftir því að hafa orðið móðir og saknar frelsisins sem hún naut áður en hún stofnaði til fjölskyldu. Gamall kærasti, Viktor (Guðjón Davíð Karlsson), kemur aftur inn í líf hennar og er fullur eftirsjár yfir því hvernig samband þeirra endaði. Þessar persónur spegla raunir og þrár hennar og reyna að hjálpa henni að ná áttum. En líkt og í öllum harmleikjum (sem upphaflegt leikrit Lorca skilgreinir sig sem) er engin von um endurlausn eða hamingjusaman endi. Miklir möguleikar Verkið var fyrst sett upp í Bretlandi í Young Vic leikhúsinu árið 2016 og fékk þar fádæma góðar viðtökur – þegar lesnir eru dómar í þarlendum miðlum er því lýst sem „verki áratugarins.“ Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu aðalleikonunnar Billie Piper sem fékk öll möguleg verðlaun fyrir hlutverkið. Sýningin var svo sett upp í Bandaríkjunum, einnig með umræddri Billie Piper sem heillaði bandaríska gagnrýnendur á sama hátt og þá bresku. Gulli Briem fer mikinn á trommunum í sýningunni.Þjóðleikhúsið Hér á Íslandi er leikstjórnin í höndum Gísla Arnar Garðarssonar, eins af okkar bestu leikstjórum sem hefur gert garðinn frægan bæði í leikhúsi og kvikmyndum bæði með Vesturporti og eigin uppsetningum. Gísli er fjölhæfur leikstjóri en sýningar hans eiga það sameiginlegt að vera veisla fyrir augað – það er ekki að ástæðulausu að hann var valinn af Disney til að setja upp söngleikinn Frost á öllum Norðurlöndunum. Gísli velur að staðfæra verkið og láta það gerast í íslenskri stofu í úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Ég var ekkert sérlega hrifinn af tilvísunum í íslenskan veruleika og fannst ekki hjálpa verkinu þegar persónur þess fara að tala um Herra hnetusmjör og Möggu Stínu. Ég setti út á það sama í uppsetningu Borgarleikhússins á Óskalandinu þar sem brandarar um Selfoss virkuðu hálf hjákátlegir. Hvað er að því að leyfa verkum bara að gerast annaðhvort í útlöndum eða í einhverskonar staðleysu? Klaufalegar skiptingar Yerma er stofudrama og meginhluti verksins gerist á nýkeyptu heimili hennar og Jóns. Sviðsmyndin er í höndum Barkar Jónssonar og það er áhugavert að bera hana saman við fyrrnefnt Óskaland í Borgarleikhúsinu. Í því verki fannst mér Börkur treysta stóra sviðinu betur og nýta hin óséðu rými á sviðinu. Þar var einnig skýr sögn í litbrigðum sviðsmyndarinnar sem táknaði hinn gráa veruleika sem persónur verksins runnu saman við. Í Yermu er leikmyndin ekki eins stílfærð heldur er leitast við að hafa allt sem raunverulegast og það virkaði hálf klaufalegt þegar sviðsmenn voru sífellt að bera inn leikmuni, bæta bókum í bókahillur og hengja upp ljósakrónur í senuskiptum. Ólafía Hrönn í hlutverki móðurinnar.Þjóðleikhúsið Ég ímynda mér að þetta verk gæti virkað mun betur á minna sviði – t.d. í Kassanum þar sem nánd við áhorfendur er meiri. Það er einnig spennandi að leika stofudrama, sem er mjög hefðbundið í forminu, á óhefðbundinn hátt. Hér er sú leið ekki farin heldur er lagt mikið upp úr því að hafa allt eins raunverulegt og hægt er og þessar löngu skiptingar milli atriði drógu úr spennunni í verkinu. Þrátt fyrir að trommuleikur Gulla Briem væri heillandi fór maður stundum að pæla í hvenær næsta atriði byrjaði og hvað sviðsmennirnir væru að bardúsa á sviðinu í þetta skiptið. Leikarar á vitlausum aldri Leikritið er krefjandi fyrir leikarana enda umfjöllunarefnið viðkvæmt. Í heildina stóð leikhópurinn sig ágætlega. Ólafía Hrönn fannst mér bera af í hlutverki móður hennar. Hún er ekki hin týpíska mamma heldur óhrædd við að segja dóttur sinni að hún sjái eftir að hafa fætt hana inn í þennan heim. Nína Dögg og Björn Thors leika aðalhlutverkin og mæðir mest á þeim í verkinu. Björn var frábær í lokasenu verksins þar sem hann hefur endanlega gefist upp á sambandinu og misheppnuðum glasafrjóvgunum. Maður trúði á persónu hans og þá ákvörðun að láta staðar numið. Nína Dögg leikur hlutverk hennar af sannfæringu og krafti og varð betri eftir því sem leið á verkið og örvæntingin náði sterkari tökum á henni. Endir verksins reynir á aðalleikonuna en hún réði við verkefnið og á hrós skilið. Nína og Björn í faðmlögum.Þjóðleikhúsið Vandamálið með leikarana í sýningunni fannst mér hins vegar vera að þeir eru allir á vitlausum aldri fyrir hlutverk sín. Billie Piper var um þrítugt þegar hún lék hana í upprunalega útgáfu verksins og það passar við þá tilfinningu sem maður hefur fyrir aldri persónanna. Björn Thors og Nína tilheyra hins vegar annarri kynslóð og eru nær sextugsaldrinum. Þetta ruglar mann sem áhorfanda og hefur áhrif á sögn verksins. Harmur hjóna sem eru orðin miðaldra, í góðum vinnum og eiga flott hús og vantar bara barn til að tikka í öll boxin er annar heldur en örvænting ungrar konu sem kemst að því að hún er óbyrja. Ótti manns á þrítugsaldi við að fara til læknis og fá úr því skorið hvort hann sé getulaus er annar en manns á fimmtugsaldri sem hefur aldrei getað eignast barn. Það hefði verið áhugavert að sjá verkið sett upp með yngri leikurum sem hefðu passað betur inn í þann heim sem leikritið gerist í. Grín eða drama Það er áhugavert að báðar jólasýningar stóru leikhúsanna í ár skuli á einn eða annan hátt fjalla um konur sem eiga erfitt með að eignast barn. Þetta umfjöllunarefni er mikilvægt en einnig afar viðkvæmt. Þessar konur kalla sig stundum perlumæður og eflaust er ekkert sárara en að fá ekki tækifæri til að hugga sitt eigið barn á öxlinni þegar eitthvað á bjátar. Það voru mörg eftirminnileg og sár augnablik í Yermu – til dæmis þegar hún er spurð af hverju hún ættleiði ekki og hún segist frekar vilja láta rífa af sér hendurnar en að halda á barni sem er ekki hennar hold og blóð. ilmur Kristjánsson í hlutverki systurinnar sem nýtur barnaláns.Þjóðleikhúsið Það sem leitar hins vegar á mig eftir að hafa séð Yermu eru mörg hvað ef. Manni finnst sýningin biðja um aðra nálgun en farin er í Þjóðleikhúsinu, meiri nánd við áhorfendur, minna svið, hraðari atburðarrás og meiri grótesku. Það er nefnilega hugrakkt að skrifa verk þar sem konan í aðalhlutverki er engin dýrlingur heldur þvert á móti – hún skrifar opinberlega um hvernig hlakkar í henni þegar systir hennar missir fóstur, hún niðurlægir eiginmann sinn og sýnir fjölskyldu og fólki í kringum sig enga samkennd. Löngun hennar í barn sem breytist í þrjáhyggju leiðir hana að lokum í einskonar geðrof og ofbeldisfullur endir verksins er ekki fyrir alla. Hins vegar er stundum eins og uppsetningin sé ekki viss um hvort hún sé drama eða farsi, það er stutt í brandarana og þeir hitta ekki alltaf í mark. Einnig fannst mér of mikil áhersla á að hafa leikritið sem „raunverulegast“ og stutt atriði þar sem ungabarn af holdi og blóði var notað sem leikmunur á sviðinu fannst mér algjör óþarfi – ég fann hreinlega til með barninu og vonaði innilega að foreldrar þess væru tilbúnir við sviðið að koma því heim í ró. Niðurstaða Hin upprunalega Yerma var saga konu sem gat ekki eignast barn því eiginmaður hennar vildi það ekki. Hinn raunverulegi harmleikur var hins vegar það samfélag sem hún tilheyrði – samfélag sem bannaði henni að segja skilið við manninn sinn, samfélag fast í aldagömlum siðferðishugmyndum um hlutverk kvenna sem áttu að þjóna eiginmönnum sínum og guði hvað sem á bjátaði. Yerma er grafin lifandi í óhamingjusömu hjónabandi og þegar hún drepur eiginmann sinn í lok verksins er það kannski táknrænt fyrir Spán á þeim tíma þar sem íbúar landsins voru fangar í fasisma Francos – getuleysi Francos var að geta ekki búið til framtíð fyrir landið, hefnd Yermu beindist að honum (Franco lét síðar drepa Lorca og brenna verk hans á báli). Nútímaútgáfa Simon Stone á lítið skylt við upprunalega verkið – fyrir utan kannski nafnið og hinn rauða þráð um löngun Yermu til að geta barn. Annað er sköpunarverk höfundarins Simon Stone og ekki auðvelt að lesa í hina táknrænu merkingu þess að hefnd Yermu beinist að henni sjálfri þegar öll sund lokast. Björn og Nína fara á kostum undir lok sýningarinnar.Þjóðleikhúsið Það er í sjálfu sér virðingarvert að Þjóðleikhúsið taki áhættu með uppsetningu á jafn dimmu verki og Yerma sem jólasýningu hússins. Það er ekki víst að þessi sýning sé allra en virkar kannski sem ágætis mótvægi við gleðileikina Eltum veðrið og Frost sem hafa ráðið ríkjum á stóra sviðinu í vetur. Ég hefði hins vegar kosið að sjá aðra nálgun á uppsetningu verksins og finnst leikaravalið umhugsunarefni. Gísli Örn er einn af okkar mest spennandi leikstjórum en kannski var þetta leikrit ekki það rétta til að hans hæfileikar fái að njóta sín.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Tengdar fréttir Barist um arfinn í Borgó Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 3. janúar 2025 07:00 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Barist um arfinn í Borgó Köttur á heitu blikkþaki er magnþrungið leikverk eftir Tennessee Williams sem fjallar um fjölskyldu á krossgötum, valdabaráttu, lygar og sannleika. Verkið er einnig umdeilt þar sem það snertir á viðkvæmu efni um samkynhneigð og hefur leiktextanum verið breytt eða hann ritskoðaður í gegnum tíðina. 3. janúar 2025 07:00