Gagnrýni Píanóið drepið Á laugardagskvöldið voru í Norðurljósum tónleikar með verkum eftir Högna Egilsson (úr Hjaltalín), píanóleikarann Davíð Þór Jónsson og hljóðstjórann President Bongó. Athyglisverðir tónleikar með fallegri tónlist. Lýsingin var frábær. Gagnrýni 1.6.2011 00:01 Meistari hylltur í Hörpu Dylan-aðdáendur fögnuðu sjötugsafmæli átrúnaðargoðsins á skemmtilegum tónleikum. Tónleikarnir stóðu í tæpa þrjá tíma og rúmlega tuttugu lög voru spiluð. Hápunktar voru útgáfa Páls Rósinkrans af Hurricane sem var síðasta lag fyrir hlé, samsöngur systranna Ólafar og Klöru Arnalds í Mr. Tambourine Man, tilfinningahlaðin útgáfa Þorsteins Einarssonar Hjálmasöngvara af I Shall Be Released og uppklappslagið, Like A Rolling Stone. Í því komu allir listamenn á svið og sungu saman, en skipuleggjandi tónleikanna Óttar Felix Hauksson sá um forsönginn. Gagnrýni 31.5.2011 11:00 Gleðin höfð í fyrirrúmi Í heild var sýning Les SlovaKs skemmtileg upplifun full af krafti og leik. Listrænt séð flokkast hún ekki undir meistaraverk en hún kætti áhorfendur. Gagnrýni 26.5.2011 12:00 Söngvararnir stela senunni Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis. Gagnrýni 25.5.2011 14:00 Örlög smáblóma í írónískum heimi Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa. Gagnrýni 25.5.2011 11:00 Brjálaðir tónleikagestir Algerlega frábær skemmtun með stórkostlegum listamanni. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappaður upp hvað eftir annað, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Þetta voru ótrúlegir tónleikar. Ljóst er að tónlistarlífið í Hörpu byrjar vel. Gagnrýni 24.5.2011 21:00 Hryllingurinn ögrar og ógnar Við sáum skrímsli er vel formuð sýning en hnökrar í útfærslu og úrvinnslu koma í veg fyrir að hún uppfylli möguleika sína. Frammistaða flytjendanna var fín. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir voru ekki áberandi en fylltu samt mjög vel upp í sviðið þegar þær dönsuðu. Ásgeir Helgi Magnússon fékk bæði að láta ljós sitt skína í dansi og atriðum sem kröfðust meiri leikrænnar tjáningar. Dúettinn hans við ljáinn var áhrifamikill sem og atriðið með höndunum. Valdimar Jóhannsson sem þreytti frumraun sýna sem dansari í dansverki skilaði sínu með prýði enda var hlutverkið hans vel sniðið að getu hans. Hann notaði röddina skemmtilega og tónlistin sem var hans hugarfóstur passaði vel við stemmingu dansverksins hverju sinni. Gagnrýni 24.5.2011 15:00 Fallegir opnunartónleikar Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds fylltu Norðurljósasal Hörpunnar af fallegum tónum á vel heppnuðum tónleikum. Dagskráin samanstóð af lögum þeirra beggja, aðallega af plötum Skúla, Sería og Sería II og Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Tónleikarnir hófust á lögunum Spontanious Kindness og Sería eftir Skúla og svo komu Englar og dárar og Klara eftir Ólöfu og þannig hélt dagskráin áfram út tónleikana, lögin þeirra til skiptis. Gagnrýni 24.5.2011 10:00 Melódískir meistarar Magnús & Jóhann er glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Gagnrýni 21.5.2011 10:00 Skotheld blúsplata frá Andreu Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Gagnrýni 19.5.2011 14:30 Hljómmikið rokk í Hörpu Opnunartónleikarnir í Hörpu voru í senn fjölbreyttir, vandaðir og skemmtilegir. Það er ljóst að Harpa lofar virkilega góðu. Gagnrýni 17.5.2011 10:00 Þjóðarímynd og goðsagnadýr Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna. Gagnrýni 12.5.2011 08:00 Heilsteypt steypa Verði þér að góðu er mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning! Sýningin er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina. Gagnrýni 11.5.2011 06:00 Lífinu ég þakka Niðurstaða: Erfiðu og sorglegu efni gerð skil á hjartnæman og oft smellinn hátt. Gagnrýni 10.5.2011 06:00 Gói, Þröstur og eldfærin Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. Gagnrýni 9.5.2011 15:00 Eftir að múrarnir falla Brotin egg er áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og léttleika. Gagnrýni 7.5.2011 21:30 Fagurt er í Hörpu Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar í Hörpu lofuðu góðu. Tónlistarflutningurinn var magnaður og hljómburðurinn flottur. Ég held að það sé ljóst að Harpa er vel heppnað tónleikahús, að minnsta kosti stóri salurinn. Ég óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan áfanga í menningarlífinu á Íslandi. Gagnrýni 6.5.2011 09:45 Allt eins og það á að vera hjá Þór Thor er skemmtileg mynd að mestu. Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturnar, en þær gerast allar í hinum tölvugerða Ásgarði (sem lítur út eins og framtíðarlegt hommadiskótek) og ég var orðinn smeykur um að ég fengi aldrei að sjá hinum megin við green-screen tjaldið. En þegar Thor missir mátt sinn og er sendur til jarðar byrjar myndin fyrir alvöru. Gagnrýni 5.5.2011 11:00 Popp í sígildum stíl Héðan í frá er fyrsta plata Karls Hallgrímssonar. Á henni eru átta frumsamin lög og textar, auk titillagsins sem er eftir Lisu Gutkin. Hún samdi upphaflega lagið við texta Woody Guthrie, en Karl gerði nýjan texta byggðan á texta Guthries. Platan er tekin upp á Akureyri undir stjórn Orra Harðarsonar sem útsetur lögin með Karli, en einvala lið hljóðfæraleikara spilar á Héðan í frá, þar á meðal Pálmi Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson og Hjörleifur Valsson. Gagnrýni 4.5.2011 21:00 Hann á eftir að upplifa það Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frekar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans undirstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt. Gagnrýni 3.5.2011 06:00 Listin og heita vatnið Koddu er fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Einstaka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu samhengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík. Gagnrýni 2.5.2011 19:00 Góðlátlegt grín Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Gagnrýni 28.4.2011 15:00 Sjálfmeðvitað splatter-fjör Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum. Gagnrýni 27.4.2011 14:00 Fjölbreyttir raftónar Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Gagnrýni 27.4.2011 10:30 Enn fleiri karlar sem hata konur Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur dampi til enda. Gagnrýni 21.4.2011 06:00 Smágerður ævintýraheimur Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð. Gagnrýni 20.4.2011 06:00 Þarf að vera tilgangur? Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna. Gagnrýni 16.4.2011 21:00 Ruslfæði fyrir óperuunnendur Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í höndunum á einum píanóleikara. Gagnrýni 15.4.2011 11:30 Móðir náttúra á túr Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Gagnrýni 7.4.2011 22:30 Fittar eins og flís við rass Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum. Kiddi og hinir þjófarnir vita greinilega alveg hvernig á að krydda og kokka Megasarlög til þess að þau komi vel út. Gagnrýni 7.4.2011 12:15 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 67 ›
Píanóið drepið Á laugardagskvöldið voru í Norðurljósum tónleikar með verkum eftir Högna Egilsson (úr Hjaltalín), píanóleikarann Davíð Þór Jónsson og hljóðstjórann President Bongó. Athyglisverðir tónleikar með fallegri tónlist. Lýsingin var frábær. Gagnrýni 1.6.2011 00:01
Meistari hylltur í Hörpu Dylan-aðdáendur fögnuðu sjötugsafmæli átrúnaðargoðsins á skemmtilegum tónleikum. Tónleikarnir stóðu í tæpa þrjá tíma og rúmlega tuttugu lög voru spiluð. Hápunktar voru útgáfa Páls Rósinkrans af Hurricane sem var síðasta lag fyrir hlé, samsöngur systranna Ólafar og Klöru Arnalds í Mr. Tambourine Man, tilfinningahlaðin útgáfa Þorsteins Einarssonar Hjálmasöngvara af I Shall Be Released og uppklappslagið, Like A Rolling Stone. Í því komu allir listamenn á svið og sungu saman, en skipuleggjandi tónleikanna Óttar Felix Hauksson sá um forsönginn. Gagnrýni 31.5.2011 11:00
Gleðin höfð í fyrirrúmi Í heild var sýning Les SlovaKs skemmtileg upplifun full af krafti og leik. Listrænt séð flokkast hún ekki undir meistaraverk en hún kætti áhorfendur. Gagnrýni 26.5.2011 12:00
Söngvararnir stela senunni Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis. Gagnrýni 25.5.2011 14:00
Örlög smáblóma í írónískum heimi Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa. Gagnrýni 25.5.2011 11:00
Brjálaðir tónleikagestir Algerlega frábær skemmtun með stórkostlegum listamanni. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappaður upp hvað eftir annað, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Þetta voru ótrúlegir tónleikar. Ljóst er að tónlistarlífið í Hörpu byrjar vel. Gagnrýni 24.5.2011 21:00
Hryllingurinn ögrar og ógnar Við sáum skrímsli er vel formuð sýning en hnökrar í útfærslu og úrvinnslu koma í veg fyrir að hún uppfylli möguleika sína. Frammistaða flytjendanna var fín. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir voru ekki áberandi en fylltu samt mjög vel upp í sviðið þegar þær dönsuðu. Ásgeir Helgi Magnússon fékk bæði að láta ljós sitt skína í dansi og atriðum sem kröfðust meiri leikrænnar tjáningar. Dúettinn hans við ljáinn var áhrifamikill sem og atriðið með höndunum. Valdimar Jóhannsson sem þreytti frumraun sýna sem dansari í dansverki skilaði sínu með prýði enda var hlutverkið hans vel sniðið að getu hans. Hann notaði röddina skemmtilega og tónlistin sem var hans hugarfóstur passaði vel við stemmingu dansverksins hverju sinni. Gagnrýni 24.5.2011 15:00
Fallegir opnunartónleikar Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds fylltu Norðurljósasal Hörpunnar af fallegum tónum á vel heppnuðum tónleikum. Dagskráin samanstóð af lögum þeirra beggja, aðallega af plötum Skúla, Sería og Sería II og Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Tónleikarnir hófust á lögunum Spontanious Kindness og Sería eftir Skúla og svo komu Englar og dárar og Klara eftir Ólöfu og þannig hélt dagskráin áfram út tónleikana, lögin þeirra til skiptis. Gagnrýni 24.5.2011 10:00
Melódískir meistarar Magnús & Jóhann er glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Gagnrýni 21.5.2011 10:00
Skotheld blúsplata frá Andreu Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Gagnrýni 19.5.2011 14:30
Hljómmikið rokk í Hörpu Opnunartónleikarnir í Hörpu voru í senn fjölbreyttir, vandaðir og skemmtilegir. Það er ljóst að Harpa lofar virkilega góðu. Gagnrýni 17.5.2011 10:00
Þjóðarímynd og goðsagnadýr Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna. Gagnrýni 12.5.2011 08:00
Heilsteypt steypa Verði þér að góðu er mjög heilsteypt, sprenghlægileg og smart sýning! Sýningin er unnin af leikhópnum Ég og vinir mínir og þar eru svo sannarlega á ferðinni vinir sem veltast hver um annan og krefjast hver af öðrum um leið og þeir ögra hver öðrum og öllu því samskiptamynstri sem þeim dettur í hug að til sé millum vina. Gagnrýni 11.5.2011 06:00
Lífinu ég þakka Niðurstaða: Erfiðu og sorglegu efni gerð skil á hjartnæman og oft smellinn hátt. Gagnrýni 10.5.2011 06:00
Gói, Þröstur og eldfærin Það er orðið nokkuð algengt að barnaleiksýningar brjóti hinn fræga fjórða vegg, þann ósýnilega sem skilur áhorfandann frá því sem gerist á sviðinu og leikararnir virðast yfirleitt ekki sjá í gegnum. Leikhústöfrar eru nefnilega ólíkir öðrum töfrum að því leyti að þeir eiga það til að magnast ef blekkingin er afhjúpuð og það er freistandi að vera fyrsti leikhúslistamaðurinn sem upplýsir ungan áhorfanda um þessa staðreynd. Sýningin Eldfærin er sérstaklega gott dæmi um það hversu vel þetta getur heppnast. Gagnrýni 9.5.2011 15:00
Eftir að múrarnir falla Brotin egg er áhrifarík saga um ógnartíma, full af mannlegri hlýju og léttleika. Gagnrýni 7.5.2011 21:30
Fagurt er í Hörpu Fyrstu tónleikar Sinfóníunnar í Hörpu lofuðu góðu. Tónlistarflutningurinn var magnaður og hljómburðurinn flottur. Ég held að það sé ljóst að Harpa er vel heppnað tónleikahús, að minnsta kosti stóri salurinn. Ég óska okkur öllum til hamingju með stórkostlegan áfanga í menningarlífinu á Íslandi. Gagnrýni 6.5.2011 09:45
Allt eins og það á að vera hjá Þór Thor er skemmtileg mynd að mestu. Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturnar, en þær gerast allar í hinum tölvugerða Ásgarði (sem lítur út eins og framtíðarlegt hommadiskótek) og ég var orðinn smeykur um að ég fengi aldrei að sjá hinum megin við green-screen tjaldið. En þegar Thor missir mátt sinn og er sendur til jarðar byrjar myndin fyrir alvöru. Gagnrýni 5.5.2011 11:00
Popp í sígildum stíl Héðan í frá er fyrsta plata Karls Hallgrímssonar. Á henni eru átta frumsamin lög og textar, auk titillagsins sem er eftir Lisu Gutkin. Hún samdi upphaflega lagið við texta Woody Guthrie, en Karl gerði nýjan texta byggðan á texta Guthries. Platan er tekin upp á Akureyri undir stjórn Orra Harðarsonar sem útsetur lögin með Karli, en einvala lið hljóðfæraleikara spilar á Héðan í frá, þar á meðal Pálmi Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson, Birgir Baldursson, Eðvarð Lárusson og Hjörleifur Valsson. Gagnrýni 4.5.2011 21:00
Hann á eftir að upplifa það Ágúst Borgþór hefur löngu sannað það að hann er fínn stílisti og hér fágar hann stíl sinn enn frekar. Ekki orði er ofaukið og fágað yfirborð textans undirstrikar þá örvæntingu sem undir býr – þrátt fyrir allt. Gagnrýni 3.5.2011 06:00
Listin og heita vatnið Koddu er fjölbreytileg og inni á milli ögrandi sýning sem birtir frjóar hugmyndir listamanna um viðhorf til íslenskrar menningar fyrir hrun. Einstaka verk stendur upp úr og nær að hreyfa við áhorfandanum í víðu samhengi. Umræðan um Fallegustu bók í heimi beinir sjónum frá viðfangsefni sýningar en er þörf sem slík. Gagnrýni 2.5.2011 19:00
Góðlátlegt grín Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Gagnrýni 28.4.2011 15:00
Sjálfmeðvitað splatter-fjör Scream 4 er fínasta framhaldsmynd. Courteney Cox, David Arquette og allt gamla gengið fær ágætis pláss í myndinni en aðeins hefur verið yngt upp í leikhópnum. Gagnrýni 27.4.2011 14:00
Fjölbreyttir raftónar Steve Sampling bregst ekki bogalistin á sinni fjórðu plötu. Steve fer nokkuð víða á The Optimist og sýnir á sér nýjar hliðar. Það eru hæggeng lög, en líka hraðari og dansvænni stykki inni á milli. Oft tekst Steve vel upp. Ég nefni sem dæmi titillagið The Optimist sem grúvar sérstakleg vel, Distorted Contact sem stigmagnast skemmtilega og Fuck Yeah!, en í því er nett Gusgus-stemning. Á heildina litið ágæt plata frá áhugaverðum listamanni. Gagnrýni 27.4.2011 10:30
Enn fleiri karlar sem hata konur Niðurstaða: Ágætur reyfari þar sem hröð atburðarás og hrollvekjandi lýsingar af hremmingum fórnarlambsins sjá til þess að spennan heldur dampi til enda. Gagnrýni 21.4.2011 06:00
Smágerður ævintýraheimur Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð. Gagnrýni 20.4.2011 06:00
Þarf að vera tilgangur? Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna. Gagnrýni 16.4.2011 21:00
Ruslfæði fyrir óperuunnendur Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í höndunum á einum píanóleikara. Gagnrýni 15.4.2011 11:30
Móðir náttúra á túr Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Gagnrýni 7.4.2011 22:30
Fittar eins og flís við rass Enn ein gæðaplatan frá Megasi og Senuþjófunum. Kiddi og hinir þjófarnir vita greinilega alveg hvernig á að krydda og kokka Megasarlög til þess að þau komi vel út. Gagnrýni 7.4.2011 12:15