Enski boltinn

Fjögur lið gætu staðið heiður­svörð fyrir Liver­pool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City sjást hér standa heiðursvörð fyrir þá nýorðna Englandsmeistara Liverpool á Etihad leikvanginum í júlí 2020 en þá var spilað með enga áhorfendur vegna kórónuveirufaraldursins.
Leikmenn Manchester City sjást hér standa heiðursvörð fyrir þá nýorðna Englandsmeistara Liverpool á Etihad leikvanginum í júlí 2020 en þá var spilað með enga áhorfendur vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/ John Powell

Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn í dag með sigri á Tottenham á Anfield.

Liverpool er með tólf stiga forystu á Arsenal og á þennan leik inni á Lundúnaliðið.

Vinni Liverpool leikinn þá verður það komið með fimmtán stiga forystu þegar tólf stig eru eftir í pottinum. Í raun nægir Liverpool var jafntefli í dag.

Takist Liverpool að vinna í dag og tryggja sér titilinn þá verður pressa á fjórum félögum að standa heiðursvörð fyrir nýkrýndum meisturum.

Síðustu leikir Liverpool eru á móti Chelsea á útivelli, Arsenal á heimavelli, Brighton á útivelli og Crystal Palace á heimavelli.

Þegar Liverpool tryggði sér titilinn síðast árið 2020 þá þurftu mörg lið að standa heiðursvörð þar á meðal erkifjendurnir í Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×