Innherji
Hlutabréfamarkaðurinn vanmetinn um 20 prósent að meðaltali
Úrvalsvísitalan ætti að ná fyrri hæðum – um 3.400 stig – við áramót ef þróun hlutabréfamarkaðarins verður með svipuðum hætti og í kringum síðustu aldamót. Miðað við reynsluna þá tók það vísitöluna tvö og hálft ár að ná fyrri hæðum eftir umtalsverðar lækkanir. Að meðaltali er markaðurinn vanmetinn um 20 prósent, miðað við hlutabréfagreiningar Jakobsson Capital.
CRI að fá inn nýja fjárfesta sem metur félagið á yfir tuttugu milljarða
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, er nú á lokametrunum með að klára liðlega fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá alþjóðlegum fjárfestum í því skyni að hraða vexti félagsins. Áætlað er að CRI verði metið á yfir tuttugu milljarða króna í því hlutafjárútboði sem er leitt áfram af hollenska bankanum ING.
Hilmar og Rannveig stærstu hluthafarnir í rafmyntasjóði Visku
Fasti eignarhaldsfélag, sem er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsti hluthafinn í fyrsta rafmyntasjóði Visku Digital Assets.
Væntingar um traust ríkisfjármál vinna á verðbólgu
Staðreyndin er sú að ef ríkissjóður er rekinn með halla, þá þarf hann að fjármagna þann halla með útgáfu nýrra skuldabréfa. Þannig eykst framboð ríkisskuldabréfa á markaði, sem aftur lækkar verð þeirra og leiðir til þess að vextir hækka. Eitt skýrasta dæmið um að tiltekt í ríkisfjármálum og trúverðug stefna hafi skilað vaxtalækkun var að finna í forsetatíð Bill Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
AGS varar við hættu á pólitískum þrýstingi í fjármálaeftirlitsnefnd
Nefndarseta fulltrúa frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans getur skapað hættu á pólitískum þrýstingi, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur gert athugasemdir við þá skipan mála í samskiptum sínum við stjórnvöld en sjóðurinn vinnur nú að viðamikilli úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Skrifstofustjóri ráðuneytisins, sem er í nefndinni og sóttist eftir því að verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, dró umsókn sína til baka sama dag og ráðherra skipaði í embættið.
Brýnna að berjast gegn kjarnorku en fyrir hagsmunum ferðaþjónustu
Minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur að stjórnvöld hefðu frekar átt að beita sér gegn því að fjárfesting í kjarnorku yrði felld undir skilgreininguna á sjálfbærum fjárfestingum heldur en að krefjast undanþágu frá álagningu losunarkostnaðar í millilandaflugi.
Eitt evrópskt einkaleyfi og Sameiginlegi einkaleyfadómstóllinn
Einkaleyfi geta verið misviðkvæm fyrir ógildingu og í sumum tilvikum mun einkaleyfishafi ekki vilja hætta á að keppinautur geti „ráðist á“ einkaleyfi hans og fengið það ógilt í öllum 17 ríkjunum með einni málssókn.
Seðlabankinn aldrei dregið á þrettán ára gjaldmiðlaskiptasamning við Kína
Aldrei hefur verið dregið á gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína sem fyrst var gerður árið 2010, að sögn bankans, en hann hljóðar upp á um 70 milljarða króna eða 3,5 milljarða kínverskra júana. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir gjaldamiðlaskiptasamningar auka viðskipti landa við Kína en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa ekki gert sambærilegan samning við einræðisríkið.
Brýnar ábendingar fjármálasviðs sitja á hakanum
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hefur um árabil brýnt fyrir borginni að skilgreina þak á erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og að gera aðgerðaáætlun um það hvernig beinum ábyrgðum borgarsjóðs á lánum Orkuveitunnar verði mætt.
Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu
Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður.
„Funheitt“ hagkerfi kallar á aðra stóra vaxtahækkun Seðlabankans
Nýlega birtar verðbólgutölur, mun hærri en greinendur höfðu vænst, ásamt öðrum hagvísum sem sýna mikinn þrótt í hagkerfinu þýðir að líkur eru á að vextir Seðlabankans verði hækkaðir í annað sinn í röð um 100 punkta síðar í þessum mánuði en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer rísandi á nýjan leik. Áfram er mikill vöxtur í nýjum útlánum bankanna til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir að fjármagnskostnaður hafi aukist verulega.
Fasteignaverð hækkaði mest á Íslandi af OECD löndunum frá 2010
Fasteignaverð hefur hækkað mest hér á landi frá árinu 2010 miðað við önnur iðnríki. Mun meira en víða í nágrannalöndunum. Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins bendir á að íbúafjölgun og hagvöxtur hafi verið mun meiri hérlendis en í ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu. „Á sama tíma hefur framboð nýrra íbúða verið of lítið hér á landi,“ segir hann. Aftur á móti þegar litið er til hækkunar frá árinu 2006 er sagan önnur. Þá skerum við okkur ekki úr nágrannalöndum okkar. Hagfræðingur Reykjavík Economics rekur þessa miklu hækkun frá árinu 2010 meðal annars til þess að fasteignaverð hérlendis lækkaði „skarpt“ í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
Lífeyrissjóðir slitu samstarfi við Íslensk verðbréf um rekstur TFII
Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, áttu frumkvæði að því að slíta samstarfi við sjóðastýringuna ÍV-sjóði, dótturfélag Íslenskra verðbréfa, eftir að hafa gert ýmsar athugasemdir við reksturinn. Nýkjörin stjórn framtakssjóðsins mun í framhaldinu taka ákvörðun um það hvort leitað verði eftir nýjum rekstraraðila eða hvort sjóðurinn reki sig sjálfur.
Snúnasti fjórðungur í verslun í manna minnum að baki en staðan fer batnandi
Mánuðirnir frá desember til febrúar voru þeir snúnustu í verslunarrekstri sem elstu menn muna. Verðhækkanir voru tíðari og „miklu hærri en við höfum séð áður“. Staðan er þó að „aðeins að batna“, að sögn forstjóra Haga, „tilfinningin er að takturinn í verðhækkunum á matvöru sé að hægjast“. Aðfangaverð er þó enn að hækka en „ekki eins ört og í kringum áramótin.“
Stoðir kaupa ráðandi hlut í Arctic Adventures
Stoðir leiða hóp innlendra fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á samtals nærri helmingshlut í Arctic Adventures. Viðskiptin voru gerð eftir að fyrrverandi forstjóri félagsins nýtti sér forkaupsrétt og seldi áfram hlutina í Arctic Adventures til fjárfestingafélagsins sem er nú orðið stór eigandi í þremur ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við
Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“
LSR varð fyrir yfir milljarð króna höggi vegna falls erlendra banka
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) varð fyrir fjárhagstjóni þegar Silicon Valley Bank í Bandaríkjunum varð gjaldþrota fyrr á árinu og eins þegar þegar svissnesk yfirvöld knúðu skömmu síðar á um yfirtöku UBS á Credit Suisse. LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins, segir að tap sjóðsins vegna eignarhluta í bönkunum hafi numið rúmlega 1.100 milljónum króna.
Fjármálaráðherra tilnefnir Björk sem varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur tilnefnt Björk Sigurgísladóttur í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það er forsætisráðherra sem mun síðan skipa í embættið en Björk starfar nú sem framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits hjá Seðlabankanum.
Hildur: Málaflokkur fatlaðra skýrir aðeins brot af framúrkeyrslu borgarinnar
Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar var nærri sexfaldur miðað við fjárhagsáætlun. Halli á A-hluta, sá hluti rekstrar borgarinnar sem fjármagnaður er með skatttekjum, var 15,6 milljarðar króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 2,8 milljarða halla. Á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,9 milljörðum króna. Hlutfall skulda á móti tekjum jókst á milli ára úr 116 prósentum í 131 prósent.
Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu.
Bankarnir slógu met í mars eftir lántöku borgarinnar
Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.
Teya skilar hagnaði eftir fjögurra ára þrautargöngu
Greiðslumiðlunin Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, hagnaðist um 93 milljónir króna á síðasta ári eftir nærri 1,4 milljarða króna tap á árinu 2021. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem fyrirtækið nær jákvæðri afkomu.
Útlánastafli Símans gæti tvöfaldast á þessu ári
Umsvif Símans á lánamarkaði gætu tvöfaldast á þessu ári að mati Orra Haukssonar, forstjóra fjarskiptafélagsins, en velgengni fjártæknilausnarinnar Síminn Pay var ein ástæða fyrir því að vaxtatekjur fyrirtækisins voru hærri en vaxtagjöld á fyrsta fjórðungi ársins.
Þórður Magnússon hættir sem stjórnarformaður Eyris eftir 23 ára starf
Þórður Magnússon hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Eyris Invest. Hann hefur leitt félagið sem stjórnarformaður í 23 ár. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Burðarás, mun taka við sem stjórnarformaður fjárfestingafélagsins. Hann mun koma nýr inn í stjórnina ásamt Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Kristín Pétursdóttir, annar stofnandi Auðar Capital, mun ekki heldur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Sjóðstjórar í ólgusjó þegar þeim var reitt þungt högg við verðhrun Alvotech
Íslenskir hlutabréfasjóðir hafa orðið fyrir þungu höggi eftir að gengi Alvotech, sem þar til fyrir skemmstu var verðmætasta fyrirtækið á markaði, hefur fallið um 36 prósent á aðeins sjö viðskiptadögum. Sjóðir Akta, einkum vogunarsjóðir í stýringu félagsins, höfðu meðal annars byggt upp verulega stöðu á skömmum tíma sem nam vel yfir fimm milljörðum króna daginn áður en tilkynnt var um að FDA myndi ekki veita Alvotech markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf að svo stöddu. Greining Innherja á umfangi innlendra fjárfesta og sjóða í hluthafahópi Alvotech leiðir meðal annars í ljós að skuldsetning að baki hlutabréfastöðum í félaginu virðist hafa verið fremur hófleg.
Afleikur að berjast gegn verðbólgu og þenslu með því afla aukinna tekna
Samtök atvinnulífsins (SA) segja það afleik að ætla að berjast gegn þenslu og verðbólgu með því að treysta nær alfarið á auknar tekjur í fjárlögum. Nauðsynlegt sé að taka þyngri og stærri skref á útgjaldahlið. Með aukinni áherslu á aðhald geti hið opinbera dregið úr sársaukafullum kostnaði sem fylgir baráttunni við verðbólguna og minnkað þörfina á vaxtahækkunum.
Útlit fyrir bætta afkomu bankanna á grunni stóraukinna vaxtatekna
Greinendur telja að rekstur Íslandsbanka muni batna verulega á milli ára á fyrsta ársfjórðunga og sama skapi er útlit fyrir að rekstur Arion banka muni ganga enn betur en fyrir ári. Vaxtatekjur Íslandsbanka hafa aukist mikið síðustu fjórðunga og spá greinendur að sá mikli vöxtur haldi áfram. Því er útlit fyrir að hagnaður stóru viðskiptabankanna tveggja sem skráðir eru í Kauphöll muni aukast á fyrsta ársfjórðungi og að arðsemi eiginfjár verði yfir markmiðum stjórnenda þeirra.
Bankarnir bíða með óþreyju eftir sjálfbærri útgáfu ríkissjóðs
Íslensku viðskiptabankanir bíða óþreyjufullir eftir því að ríkissjóður gefi út sitt fyrsta sjálfbæra skuldabréf sem myndi gagnast sem viðmið fyrir verðlagningu á sjálfbærum íslenskum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um tímasetningu enda er ríkissjóður, sem uppfyllir alla lánsfjárþörf sína með útgáfu á innlendum markaði, ekki í neinum flýti.
Bankarnir „reiða sig“ helst til of mikið á evrópska skuldabréfafjárfesta
Þegar kemur að fjármögnun á erlendum mörkuðum þá hafa íslensku bankarnir að undanförnu gert sér grein fyrir því að þeir eru að treysta of mikið á evrópska fjárfesta, að sögn bankastjóra Arion, sem telur að bankarnir hafi góða sögu að segja og mikilvægt sé reyna ná til breiðari hóps erlendra skuldabréfafjárfesta. Væntingar eru sömuleiðis um að lífeyrissjóðirnir fari að sýna meiri áhuga á að kaupa skuldabréf á bankanna.
Telur „æskilegt“ að fleiri lífeyrissjóðir taki upp sömu áherslur og Gildi
Stjórnarformaður Gildis, sem hefur iðulega beitt sér gegn því sem sjóðurinn hefur talið vera „óhóflegar“ bónusgreiðslur eða kaupréttarsamningar hjá félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að aðrir lífeyrissjóðir fylgi í sömu fótspor og Gildi. Sjóðurinn taldi ástæðu til að framfylgja hluthafastefnu sinni af „meiri þunga en áður“ á nýafstöðnum aðalfundum skráðra félaga, að hans sögn.