Lífið

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Lífið

Sonur Reginu King svipti sig lífi

Ian Alexander Jr. sonur Óskarsverðlaunahafans Reginu King svipti sig nýverið lífi. Hann átti 26 ára afmæli á miðvikudaginn og var hann einkabarn King sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Lífið

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng

Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Lífið

Króli komst inn í leik­listina

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 

Lífið

Brit­n­ey krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig

Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney.

Lífið

Selja handáburði í lopapeysum til styrktar Konukoti

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir Konukot á vegum L’Occitane sem selur handáburði í lopapeysum til styrktar athvarfsins. Prjónasysturnar frá Eyrarbakka þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sólrún Jóhannsdóttir eru í sjálfboðavinnu við að hanna og prjóna peysurnar. Það renna 1.500 krónur af hverjum seldum handáburði í lopapeysu til Konukots.

Lífið

Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys

Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá.

Lífið