Lífið samstarf

Listin að leyfa sér að vera frjáls

Hann var raungreinamaður og hafði um tíma í hyggju að leggja fyrir sig fræði um líf í alheiminum. Hans eigið líf tók þó aðra stefnu eftir veikindi og Brandur Bryndísarson Karlsson fékk það verkefni að takast á við breyttan raunveruleika sem í fyrstu virtist lítill og takmarkaður. Til að finna nýjar leiðir til að tengjast náttúrunni, lífinu og sjálfum sér aftur ákvað hann að leyfa raungreinaheilanum að víkja fyrir skapandi nálgun og fór að munnmála. 

Lífið samstarf

Fantasía sem mótaðist á heims­horna­flakki

Fanney Hrund Hilmarsdóttir hefur sent frá sér bókina Dreim – Fall Draupnis en það er fyrsta bókin í þríleik um fantasíuheiminn Dreim. Áður hafði Fanney kynnt lesendum sömu persónur í sinni fyrstu skáldsögu, Fríríkinu, sem kom út 2021. Hún segir Dreim – Fall Draupnis heimspekitrylli fyrir unglinga og fantasíufólk, fantasíusögu sem feli í sér vísanir í heimssöguna.

Lífið samstarf

Úti­myndir, inni­myndir og fal­legar myndir

Guðjón Gísli Kristinsson hafði búið á Sólheimum í þrjú ár þegar hann byrjaði að sauma myndir. Verkefnin urðu sífellt fleiri og áhuginn meiri og nú er svo komið að á opnunardegi sýningar hans á Listasafninu á Akureyri fyrr á þessu ári seldi hann öll verkin samdægurs. Guðjón er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum.

Lífið samstarf

Smá­köku­deigin sprengja alla skala

Það virðist vera sem hátíðlegur smákökuilmur muni verða ríkjandi á mörgum heimilum fyrir þessi jólin ef marka má viðtökurnar sem Eitt Sett og Pipp smákökudeigin frá Kötlu, sem framleidd eru í samstarfi við Nóa Síríus, hafa hlotið en deigin hafa svo sannarlega slegið í gegn.

Lífið samstarf

Æsi­leg meta­fóra um leitina að ljósinu

Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum.

Lífið samstarf

Allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin

Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.

Lífið samstarf

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf

Þakkar þriðju­dagur

Þakkar þriðjudagur (e. Giving Tuesday) er alþjóðlegt fyrirbæri sem hófst árið 2012 og hefur þann einfalda tilgang að hvetja fólk til þess að gera góðverk.

Lífið samstarf

„Þessi tími er stundum kallaður glæpaöldin“

Frelsisþrá, áköf réttlætiskennd og fjötrar fátæktar, ævintýralegar persónur byggðar á sannsögulegum fyrirmyndum, uppreisnarhugur og eldfjörug atburðarás: Allt þetta má finna í nýrri og bráðskemmtilegri sögulegri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Því dæmist rétt vera, þar sem sagt er frá raunverulegum glæp, undirbúningi hans, eftirmálum og þungum refsidómum í litlu sjávarplássi á Íslandi snemma á 19. öld.

Lífið samstarf

Bjartir tilboðsdagar í BYKO á svörtum föstu­degi

„Við viljum lýsa upp skammdegið og hjá okkur eru því Bjartir dagar í BYKO í kringum svartan föstudag. Við gerðum þetta fyrst í fyrra og vakti mikla lukku,“ segir Sigurjón Ólafsson, verslunarstjóri BYKO Breidd. Fjölbreyttar vörur eru á afslætti út mánudag í verslunum BYKO.

Lífið samstarf

Alltaf svartur fössari í Bónus

Venju samkvæmt ætlar Bónus ekki að bjóða upp á sérstök Black Friday tilboð í dag föstudag enda hefur Bónus boðið upp á ódýrustu matarkörfuna hérlendis samkvæmt óháðum könnunum frá því fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi í Reykjavík árið 1989.

Lífið samstarf

Vöru­úr­val sem virkar á vesenispésa

Sumir eiga allt, aðrir vilja ekki hvað sem og enn öðrum er nánast ekki hægt að gera til hæfis. Það getur verið snúið að finna réttu jólagjafirnar fyrir alla, eða hvað? Stærsta vefverslun Norðurlandanna kemur til bjargar.

Lífið samstarf