Lífið

Faðir Payne las minningar­orð og þakkaði að­dá­endum

Geoff Payne, faðir söngvarans Liam Payne sem lést í vikunni, fór að hótelinu þar sem sonur hans lést í gær og skoðaði bréf og skilaboð frá aðdáendum hans. Aðdáendur Payne mynduðu einskonar vegg utan um hann á meðan hann gekk um til að skoða minningarorð aðdáenda sonar síns.

Lífið

María Thelma og Steinar Thors héldu brúð­kaup ársins

Nýgiftu hjónin María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju liðna helgi. Lífið ræddi við hjúin um stóra daginn, og ógleymanlegt og þaulskipulagt bónorð Steinars.

Lífið

Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi

Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og  óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. 

Lífið

Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024

Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur.

Lífið

Bingó í beinni á sunnu­dag

Þeir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steindi Jr. standa fyrir árlega Haustbingó Blökastsins klukkan 19:00 sunnudaginn 20. október næstkomandi. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Lífið

Er alltaf hrædd

„Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir.

Lífið

Stuðningur fjöl­skyldunnar ekki sjálf­sagður

Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. 

Lífið

Frum­kvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember

Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho.

Lífið

Fjöl­skylda Liam Payne biður um and­rými

Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum.

Lífið

„Að fá þykkt og fal­legt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfs­traust“

Á einum tímapunkti árið 2017 íhugaði Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir að raka af sér allt hárið. Hún hafði í einhvern tíma reynt að vinna bug á þrálátum skallablettum en án árangurs. Þá stakk frænka hennar upp á að hún myndi prufa Nourkrin Woman hárbætiefnið. Strax eftir mánuð fór hún að sjá mun, þar sem farið var að móta fyrir nýjum hárum í skallablettunum. Síðan þá hefur hárvöxturinn verið á jafnri og góðri leið upp á við.

Lífið samstarf

Sím­tal í neyðarlínu varpar ljósi á at­burða­rásina

Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu.

Lífið

Loka Sæ­braut á laugar­dag vegna kvik­mynda­töku

Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. 

Lífið

Liljan er vin­sælasta lagið á Dal­vík

Eitt það allra skemmtilegasta sem heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík gerir er að taka þátt í söngstund einu sinni viku þar sem allir syngja með sínu nefi og njóta lífsins og samverunnar við hvert annað um leið.

Lífið

„Ég myndi aldrei fara í sam­band með ein­hverjum fá­vita“

„Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta að sjá mig,“ segir Guðrún Svava betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir meðal annars stefnumótamenninguna hérlendis, eða öllu heldur takmörk hennar, og draumaprinsinn.

Lífið