Menning

Fjögur handrit og frímerki

Guðvarður Már Gunnlaugsson rannsóknardósent heldur hádegisfyrirlestur í dag í Þjóðminjasafninu sem hann nefnir Fjögur handrit og frímerki.

Menning

Blámaður ógurlegur, biki svartari

Orðið blámaður hefur ýmsar merkingar í miðaldaritum og þjóðsögum. Arngrímur Vídalín doktorsnemi ætlar að lýsa þeim í fyrirlestri í Árnagarði á morgun.

Menning

Íslendingasögurnar þýddar

Íslendingasögurnar voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu. Alls er um að ræða fjörutíu sögur og 49 þætti sem gefin eru út í fimm bindum. Blaðsíðurnar eru hálft þriðja þúsund. Sögurnar komu samtímis út á norsku, dönsku og sænsku en það er Saga forlag sem gefur þær út. Þetta er fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og margar þeirra hafa aldrei áður verið þýddar yfir á norsku.

Menning

Tvö verk Ásmundar afhjúpuð

Verkin Fýkur yfir hæðir og Móðir mín í kví kví voru afhjúpuð í Seljahverfi á föstudaginn var. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði verkin.

Menning

Málfundur um kynblint hlutverkaval

Fulltrúar leikhópsins Brite Theater sem nú vinnur að aðlögun á hinu fræga verki Shakespeares Ríkharði III fyrir eina konu efnir til málfundar í Tjarnarbíói í dag.

Menning

Konur eru svo svakalega mikið upp á karlhöndina

Gæðakonur, ný skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, fjallar um eldfjallafræðinginn Maríu Hólm Magnadóttur og hvernig heimsmynd hennar snýst á hvolf við kynni af byltingarkonunni Gemmu sem predikar heimsyfirráð kvenna og lítur á alla karlmenn sem nauðgara.

Menning

Sungið um ástina og lífið í Austurbæ

Kvennakór Kópavogs heldur tvenna styrktartónleika í Austurbæ við Snorrabraut á morgun og fær til liðs við sig Pál Óskar, Ölmu Rut og Drengjakór íslenska lýðveldisins, ásamt úrvali hljóðfæraleikara.

Menning

Skil ömmur mínar núna

Myndlistarkonan Jóhanna Bogadóttir er sjötug í dag en ætlar að fagna þeim áfanga með vorsól á lofti. Hún er ævintýrakona sem hefur búið meira á Íslandi en hana dreymdi um.

Menning

Vísurnar voru mín sáluhjálp

Egill Eðvarðsson, upptökustjóri í Sjónvarpinu, á fjölbreyttan feril að baki og hefur komið víða við í listheiminum. Nú, 67 ára gamall, rær hann enn á ný mið og sendir frá sér bók með vísum og teikningum sem hann sendi börnum sínum á erfiðum tímapunkti í lífi hans.

Menning

Þetta er mitt abstrakt-DNA

Búi Kristjánsson opnar sýningu í kvöld í Smiðjunni listhúsi í Ármúla 36. Hann leyfir myndlistinni að koma til sín óþvingaðri úr hugskotinu.

Menning

Stefnum öll að stóru marki

Ungir einsöngvarar ætla að láta raddir sínar hljóma í Langholtskirkju á morgun, sunnudag og flytja verk eftir Bizet, Strauss, Mozart, Weber og Gluck.

Menning