Blástursofn gerir kraftaverk 15. júní 2004 00:01 "Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð." Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Ég fékk mér einu sinni bakaraofn því mig langaði svo í nýtt eldhús í íbúðina mína. Ofninn var keyptur til að hvetja sjálfan mig áfram í framkvæmdunum en hann var geymdur í kassa í heilt ár," segir Guðjón Jónsson leikstjóri. "Á endanum dreif ég í að skella upp eldhúsinnréttingu með hjálp nokkurra vina og var ekki lengi að þegar ég loksins fór af stað." Guðjón hefur unnið sem leikstjóri myndbanda og auglýsinga hjá Norðurljósum á undanförnum árum en gekk nýlega til liðs við framleiðslufyrirtækið Spark. Myndbönd hans fyrir hljómsveitina Írafár hafa m.a. verið tilnefnd til Edduverðlauna og íslenskra tónlistarverðlauna. "Piparsveinalífið hefur að vissu leyti heft mig í matargerðinni og ég hef ekki verið mikill athafnamaður í eldhúsinu. Ég bý einn og finnst leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan mig. Þó hef ég orðið töluvert duglegri eftir að eldhúsið var tekið í gegn og nú elda ég jafnvel tvisvar í viku," segir hann og viðurkennir að áður hafi það gerst hálfsmánaðarlega. "Leynivopnið mitt er án efa SMEG- blástursofninn sem ég er mjög stoltur af. Í honum hef ég eldað frosnar pítsur með ýmsu áleggi en svo er rauður karríkjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi Jó, vinur minn, bauð mér uppá þennan rétt einu sinni og næst þegar ég fór í búð hringdi ég í hann og bað um uppskriftina. Síðan hef ég eldað réttinn fyrir hann og fleiri við góðar undirtektir. Ef maður eldar nóg af honum er þetta kærkominn þynnkuréttur í ísskápinn. Mér finnst líka mexíkóskur matur mjög góður, svona puttamatur. Það er skemmtilegt að borða hann á meðan maður er að elda." Guðjón segist vera mikið í einföldu réttunum en spreytti sig á bakstri ekki alls fyrir löngu. "Já, já, ég blandaði eggjum og vatni við Betty Crocker mix og skellti í blástursofninn því vinkona mín var að fara til útlanda. Svo var kakan á boðstólnum fyrir gesti og gangandi, ansi góð."
Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira