Skór dauðans og antík Adidas-peysa 24. júní 2004 00:01 "Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. [email protected] Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Uppáhaldsflíkin mín er Adidas-hettupeysa sem ég keypti þegar ég var unglingur," segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins. "Ég nota þessa peysu ennþá og má segja að hún sé hálfgerð antík," segir Katrín en peysan er fallega blá með hvítum borða yfir sig þvera þar sem stendur Adidas bláum stöfum. "Hún er bara alveg ógeðslega flott. Ég nota hana mikið svona hversdagslega heima fyrir því hún er svo þægileg," segir Katrín um peysuna, sem virkilega hefur staðist tímans tönn. "Síðan man ég greinilega eftir verstu kaupum sem ég hef gert," segir Katrín en það voru rándýrir svartir háhælaðir spariskór sem hún keypti fyrir 2-3 árum. "Ég get hreinlega ekki gengið á þeim og verð að nota þá eingöngu í veislum sem hægt er að sitja í. Ég nota þá því mjög sjaldan," segir Katrín og hlær. "Ég komst að því að þetta væru skór dauðans þegar ég fór á árshátíð og gat eiginlega ekkert dansað. Ég harkaði það nú af mér og reyndi að gera sem best úr þessu," segir Katrín en hún endaði einmitt á því að ganga heim til sín eftir dansleikinn. "Þetta var nú ekki nema fimm mínútna gangur en ég var alveg helaum í nokkra daga á eftir. Maður leggur ýmislegt á sig," segir Katrín að lokum. [email protected]
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira