Þarf fleiri en kusu Ólaf Ragnar 29. júní 2004 00:01 Níutíu og fjögur þúsund kjósendur þarf til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn þeim. Það eru mun fleiri en kusu Ólaf Ragnar Grímsson um helgina. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu telur að taka megi upp „hóflega og málefnalega lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni“, eins og það er orðað. Lagðar eru fram hugmyndir um að t.d. verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Um þessar mundir eru um 213.500 manns á kjörskrá. Ef miðað er við að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin, þýðir það að a.m.k. 94.000 kjósendur þurfi að kjósa gegn þeim. Gildir þá einu hversu margir koma á kjörstað. Hreinn meirihluti gildir þá einungis ef fleiri en 188.000 kjósendur nýta atkvæðisrétt sinn. 90.662 kusu Ólaf Ragnar um síðustu helgi eða nokkuð færri en þarf til að fella lögin úr gildi. Um 134.000 manns kusu í forsetakosningunum eða 63% atkvæðisbærra manna. Ef við gefum okkur að kosningaþátttaka verði sú sama í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin þarf meira en 70% kjósenda að segja nei við lögunum til að fá vilja sínum framgengt. Verði kjörsóknin meiri, t.d. 75%, þurfa 59% þeirra sem koma á kjörstað að kjósa gegn lögunum til að þau falli úr gildi. Þetta hlutfall lækkar svo eftir því sem kjörsókn verður meiri, en ávallt þarf meira en 94.000 atkvæði til. Þá leggur nefndin til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram fyrsta eða annan laugardag í ágúst. Það er hins vegar í höndum stjórnvalda að ákveða hvenær atkvæðagreiðslan fer fram, sem og, hvort farið verður eftir tillögum nefndarinnar um hóflega og málefnalega lágmarksþátttöku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Níutíu og fjögur þúsund kjósendur þarf til að fella fjölmiðlalögin úr gildi í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu, verði þess krafist að minnst 44% atkvæðisbærra manna greiði atkvæði gegn þeim. Það eru mun fleiri en kusu Ólaf Ragnar Grímsson um helgina. Starfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu telur að taka megi upp „hóflega og málefnalega lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni“, eins og það er orðað. Lagðar eru fram hugmyndir um að t.d. verði miðað við 50% kosningaþátttöku eða að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin úr gildi. Um þessar mundir eru um 213.500 manns á kjörskrá. Ef miðað er við að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella lögin, þýðir það að a.m.k. 94.000 kjósendur þurfi að kjósa gegn þeim. Gildir þá einu hversu margir koma á kjörstað. Hreinn meirihluti gildir þá einungis ef fleiri en 188.000 kjósendur nýta atkvæðisrétt sinn. 90.662 kusu Ólaf Ragnar um síðustu helgi eða nokkuð færri en þarf til að fella lögin úr gildi. Um 134.000 manns kusu í forsetakosningunum eða 63% atkvæðisbærra manna. Ef við gefum okkur að kosningaþátttaka verði sú sama í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin þarf meira en 70% kjósenda að segja nei við lögunum til að fá vilja sínum framgengt. Verði kjörsóknin meiri, t.d. 75%, þurfa 59% þeirra sem koma á kjörstað að kjósa gegn lögunum til að þau falli úr gildi. Þetta hlutfall lækkar svo eftir því sem kjörsókn verður meiri, en ávallt þarf meira en 94.000 atkvæði til. Þá leggur nefndin til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram fyrsta eða annan laugardag í ágúst. Það er hins vegar í höndum stjórnvalda að ákveða hvenær atkvæðagreiðslan fer fram, sem og, hvort farið verður eftir tillögum nefndarinnar um hóflega og málefnalega lágmarksþátttöku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira