Stjórnin brýtur stjórnarskrána 12. júlí 2004 00:01 Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira