Að muna betur 19. júlí 2004 00:01 Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hinsvegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda getur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugurinn dvelur við mikilvæg úrlausnarefni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu þá er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heilbrigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefnleysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Vert er að fylgja eftirtöldum ráðum til að viðhalda minninu og efla. Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heilbrigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu hann er eins og vöðvi, því sterkari því öflugri. Lærðu utan að. Veldu uppáhalds ljóðið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleyma andlitum og nöfnum hraðar en þeir sem reykja ekki. Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heilsunni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúkdóma sem hafa slæm áhrif á minnið. Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná alla vega átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíómynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta. Heilsa Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Enginn vafi leikur á því að minnið er okkur afar dýrmætt enda er það er hluti af því hver við erum og okkur nauðsynlegt til að lifa eðlilegu lífi. Án þess er enginn heill maður. Eðlilegt er með aldrinum að minnið fari að klikka og er áberandi minnisleysi oft merki um öldrun. Minnisleysi getur samt sem áður herjað á fólk á öllum aldri en í mismiklum mæli. Allir verða fyrir því að gleyma hlutum og sumir eru þekktir fyrir að vera utan við sig og muna ekki neitt. Smávægilegt minnisleysi þarf hinsvegar ekki að vera neitt áhyggjuefni enda getur það stafað af þeirri einföldu ástæðu að hugurinn dvelur við mikilvæg úrlausnarefni og í þeim efnum er oft talað um fólk sem algera prófessora. Þrátt fyrir að ellin sé alræmd fyrir að ræna fólk minninu þá er hægt að skjóta henni ref fyrir rass með því að halda minninu og sjálfum sér í góðri þjálfun. Líkamlegt heilbrigði skiptir öllu máli. Helst eru það sjúkdómar eins og alzheimer eða vandamál eins og svefnleysi, of hár blóðþrýstingur eða fall á estrógenmagni líkamans sem geta haft áhrif á minnið. Vert er að fylgja eftirtöldum ráðum til að viðhalda minninu og efla. Stundaðu líkamsrækt. Líkamlegt heilbrigði og andlegt heilbrigði haldast í hendur. Gefðu heilanum verkefni. Lestu bækur, lærðu nýja hluti, leystu þrautir eða hvað sem er sem heldur huganum sterkum. Mundu hann er eins og vöðvi, því sterkari því öflugri. Lærðu utan að. Veldu uppáhalds ljóðið þitt eða texta og lærðu hann utan að. Farðu með textann reglulega í huganum. Ekki reykja. Rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk gleyma andlitum og nöfnum hraðar en þeir sem reykja ekki. Borðaðu vel. Með því að huga vel að mataræðinu heldurðu heilsunni lengur og getur komið í veg fyrir að fá sjúkdóma sem hafa slæm áhrif á minnið. Fáðu nægan svefn. Reyndu að ná alla vega átta tíma svefni á nóttu svo heilinn fái nægan tíma til að vinna úr því sem hann lærði yfir daginn. Rifjaðu upp. Eftir að hafa horft á bíómynd eða lesið bók skaltu rifja upp söguþráðinn í huganum. Treystu á sjálfan þig. Lærðu að muna hluti eins og símanúmer, heimilisföng og nöfn í stað þess að treysta bara á minnið í símanum. Auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú besta.
Heilsa Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira