Notalegar náttbuxur úr H&M 21. júlí 2004 00:01 "Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið. Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
"Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögnuð kaup í H&M," segir Sigrún Birna Blomsterberg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar náttbuxur í fyrstu ferð sinni þangað. "Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosalega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dansgallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið," segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. "Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease," segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. "Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka," segir Sigrún. "Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru alveg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka," segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. "Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona," segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. "Ég átti bol sem mér fannst mjög þægilegur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt," segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarðinum í Smáralind um þessar mundir. "Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð," segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið.
Mest lesið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Gott gloss getur gert kraftaverk! Lífið samstarf Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira