Fyrrverandi skólastjóri sýknaður 26. júlí 2004 00:01 Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af því að hafa svikið tæplega 29 milljónir króna frá skólanum. Hann var hinsvegar dæmur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 450 þúsund krónur frá Viðskipta- og tölvuskólanum. Maðurinn var ákærður í tveimur meginliðum og var fyrri ákæran miklu umfangsmeiri. Samkvæmt henni dró skólastjórinn fyrrverandi sér 28,7 milljónir króna af endurmenntunargjaldi sem vinnuveitendur í rafiðnaði greiða til skólans. Maðurinn lýsti sig ávallt saklausan og taldi sig hafa samið um þessar greiðslur sem launauppbót með fullu samþykki stjórnar endurmenntunarsjóðsins. Skólastjórinn fyrrverandi hafði áður tapað einkamáli og verið dæmdur til þess að endurgreiða rösklega 30 milljónir króna. Nú hins vegar vann hann málið í Héraðsdómi en það verður ekki til lykta leitt fyrr en í Hæstarétti. Í fyrrnefndu einkamáli var hann dæmdur til að endurgreiða þessa upphæð, og raunar meira til, en Héraðsdómur tekur undir rök skólastjórans fyrrverandi og sýknar hann af þeirri ákæru. Héraðsdómur gengur reyndar lengra og varpar ábyrgðinni á nefndina. Í dómnum segir orðrétt: „Það var ótvírætt í verkahring nefndarmanna í Eftirmenntun rafeindavirkja að fylgjast með verkum ákærða, ákvarða honum laun hjá eftirmenntunarnefndinni og sjá til þess að launasamningi yrði sagt upp ef ástæða væri til. Þeim bar að sjá um fjárreiður eftirmenntunarsjóðs samkvæmt ákvæði 2 í samstarfssamningi og höfðu ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum samkvæmt ákvæði 3.3 í sama samningi. Þessu var ekki fylgt, en af því verður eftirmenntunarnefndin að bera halla. Ákærði leyndi ekki launagreiðslum til sín og áttu nefndarmenn þess jafnan kost að fara yfir fjármál nefndarinnar, svo sem þeim bar skylda til.“ Þarna er því þungur áfellisdómur yfir nefndarmönnum. Maðurinn var hins vegar dæmdur fyrir, sem skólastjóri Viðskipta- og tölvuskólans, að hafa breytt ávísun og falsað kvittun fyrir málverk, sem hann tók við fyrir hönd skólans. Nemur greiðslan 450 þúsund krónum og skal hann endurgreiða hana, auk þess að greiða lögmanni sínum 1/ 10 af málskostnaði, en 9 / 10 greiðast úr ríkissjóði enda fyrri ákæra mun viðameiri. Fyrir þetta hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en refsing fellur niður með öllu, haldi hann skilorð í tvö ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeim hluta dómsins verður áfrýjað.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira