Rokkuð kúrekastígvél 28. júlí 2004 00:01 "Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." [email protected] Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Það sem er í algjöru uppáhaldi hjá mér eru kúrekastígvélin mín sem ég keypti fyrir rúmlega tveim árum," segir Kristín Þórhalla Þórisdóttir, öðru nafni Kidda Rokk, en hún er einn af liðsmönnum í hljómsveitinni Rokkslæðan. "Ég fór til New York í maí 2002 og keypti tvo alveg æðislega hluti. Það voru kúrekastígvélin og gítarinn minn. Stígvélin voru reyndar dýrari en gítarinn. Það var ekki að gítarinn væri svona ódýr heldur voru stígvélin svona dýr. Þetta eru eðalfalleg stígvél og mér þykir mjög vænt um þau. Ég keypti þau á 5th Avenue og þau eru úr ekta kúrekaleðri," segir Kidda sem hafði lengi langað í kúrekastígvél. "Ég var stundum með í láni kúrekastígvél frá Guðveigu kántrísöngkonu. Ég fílaði þau rosalega vel og fann nýtt element í rokkinu. Síðan sá ég kúrekastígvélin út í New York og fannst þau svolítið rokk og rosalega flott og ákvað að kýla á það þó þau væru dýr. Ég sé sko ekki eftir því núna." Kidda er ekki aðeins frábær tónlistarmaður heldur er hún líka handlaginn smiður. "Ég smíða reyndar ekki í kúrekastígvélunum. Þau væru frekar asnaleg við bláu smíðabuxurnar. Stígvélin passa mjög vel við flott pils en ég er ekki þannig týpa. Ég er því yfirleitt í þeim við snjáðar gallabuxur sem er nú kannski rokkaðra. Það fer samt allt eftir hverjum og einum karakter því ég hef alveg séð stelpur í kúrekastígvélum í flottum pilsum," segir Kidda og bætir við að stígvélin séu líka frekar þægileg. "Ég nota kúrekastígvélin mjög mikið og spila iðulega í þeim. Það er gott að spila í þeim og þau eru voðalega þægileg." Ekki er mikið um að vera hjá Rokkslæðunni en þó spilar hún á stóra sviðinu á Gay Pride helginni eftir verslunarmannahelgi. Til að hita upp fyrir það er kvennaball á Þjóðleikhúskjallaranum kvöldið áður. "Það er svo sem ekki mikið að gera hjá Rokkslæðunni - við erum svona sparihljómsveit." [email protected]
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp