Of mikið af hinu góða 9. ágúst 2004 00:01 Getur maður gert of mikið af hinu góða? Ég fór að velta þessu fyrir mér og niðurstaða mín er sú að það fer eftir því hvað maður kallar hið góða. Ég veit um marga sem tala um "hið ljúfa líf" og eiga þá við áfengisdrykkju, stórar steikur, vindlareykingar og annað í þeim dúr. En það kallast frekar auðvelt en gott og ef það er gott er svo sannarlega hægt að gera of mikið af hinu góða. Sjálfum finnst mér gott að fá eitt og eitt súkkulaðistykki en ég veit að of mörg valda mér magaverkjum og jafnvel timburmönnum daginn eftir. Hið góða getur því vart tengst neyslu, því of mikil neysla endar yfirleitt með þjáningum. En hvað með bænir og hugleiðslu? Ég veit ekki til þess að sönn hugleiðsla hafi leitt annað en gott af sér. Samkennd, fyrirgefning og almenn gæska eru eiginleikar sem hægt er að rækta og þeir eru alltaf af hinu góða. Varla fer nokkur maður að telja annan af því að rækta með sér kærleika. Spurningin um hið góða er því alltaf huglæg og ekki er hægt að svara henni nema að meta aðstæður hverju sinni. Til þess að komast að niðurstöðu er gott að hugsa fram í tímann og meta langtímaafleiðingar. Hið góða skilar sér yfirleitt í hamingju og hófsömu lífi. Hið auðvelda skilar sér hins vegar í skammtímaánægju en til lengri tíma skapar það erfiðleika og þjáningar. Í þeim skilningi er varla hægt að gera of mikið af hinu góða eða hvað...? [email protected] Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Getur maður gert of mikið af hinu góða? Ég fór að velta þessu fyrir mér og niðurstaða mín er sú að það fer eftir því hvað maður kallar hið góða. Ég veit um marga sem tala um "hið ljúfa líf" og eiga þá við áfengisdrykkju, stórar steikur, vindlareykingar og annað í þeim dúr. En það kallast frekar auðvelt en gott og ef það er gott er svo sannarlega hægt að gera of mikið af hinu góða. Sjálfum finnst mér gott að fá eitt og eitt súkkulaðistykki en ég veit að of mörg valda mér magaverkjum og jafnvel timburmönnum daginn eftir. Hið góða getur því vart tengst neyslu, því of mikil neysla endar yfirleitt með þjáningum. En hvað með bænir og hugleiðslu? Ég veit ekki til þess að sönn hugleiðsla hafi leitt annað en gott af sér. Samkennd, fyrirgefning og almenn gæska eru eiginleikar sem hægt er að rækta og þeir eru alltaf af hinu góða. Varla fer nokkur maður að telja annan af því að rækta með sér kærleika. Spurningin um hið góða er því alltaf huglæg og ekki er hægt að svara henni nema að meta aðstæður hverju sinni. Til þess að komast að niðurstöðu er gott að hugsa fram í tímann og meta langtímaafleiðingar. Hið góða skilar sér yfirleitt í hamingju og hófsömu lífi. Hið auðvelda skilar sér hins vegar í skammtímaánægju en til lengri tíma skapar það erfiðleika og þjáningar. Í þeim skilningi er varla hægt að gera of mikið af hinu góða eða hvað...? [email protected]
Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira