Nauðsynlegar fyrir haustið 12. ágúst 2004 00:01 Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." [email protected] Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Þeir sem lagt hafa leið sína í Gallerí Reykjavík í Iðu-húsinu við Lækjargötu hafa eflaust tekið eftir skærlitum töskum úr þæfðri ull sem eru þar til sýnis. Þessar töskur eru nýlega komnar í galleríið og er hönnuður þeirra myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. "Ég er með vinnustofu í Klink og bank og hef verið að gera ýmislegt. Ég byrjaði að vinna með þæfða ull þegar ég var í Listaháskóla Íslands. Þar gerði ég verk úr þæfðri ull en vissi svo sem ekkert hvað ég var að gera. Ég ákvað samt að vinna áfram með þetta efni því ég fíla það mjög vel. Mér finnst þæfð ull ekki bara sniðug í nytjavörur heldur líka í skúlptúra. Það var hringt í mig úr galleríinu því einhver þar hafði séð verkin mín á sýningu í Klink og bank. Ég var síðan spurð hvort ég ætti eitthvað til þess að selja en ég átti það reyndar ekki. Ég ákvað því að hanna þessar töskur og þeim í galleríinu leist mjög vel á þær," segir Jóhanna. Töskurnar sem Jóhanna hannar eru í frekar skærum litum og alls konar skraut á þeim. "Ég notaði skrautið til að poppa þær aðeins upp. Þær eru mjög töff og flottar. Akkúrat eitthvað fyrir haustið. Þetta eru glamúr ullartöskur en þær eru fóðraðar að innan og mjög veglegar. Mér datt einmitt í hug að hanna töskur þegar ég var að vinna við skúlptúra úr þæfðri ull. Ullin er mjög töff en það sem ég er að hanna úr þæfðri ull er ekki beint hefðbundin meðferð á ullinni," segir Jóhanna en hún væri alveg til í að hanna fleiri vörur til sölu. "Það getur vel verið að ég hanni fleiri hluti í ætt við töskurnar en það fer náttúrlega allt eftir því hvernig þær seljast." [email protected]
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira