Frosin ber þurfa styttri suðu 19. ágúst 2004 00:01 "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar aðskiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. "Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum," segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. : Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í matvinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeiningum á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smávegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóðandi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 dl vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutímann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stikilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu.
Matur Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár en lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira