Verðstríð á skólavörumarkaði 25. ágúst 2004 00:01 Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið. Nám Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Greinilegt er að verðkannanir dagblaðanna á skólavörum hafa mikil áhrif því gríðarleg lækkun hefur orðið á þeim á höfuðborgarsvæðinu á einni viku, eða frá því að fyrsta könnun Fréttablaðsins var birt, að minnsta kosti á ódýrustu vörunum. Verðið á ódýrustu vörunum hefur lækkað í öllum verslununum og nemur meðallækkun 43%. Mest er lækkunin hjá Odda, 84%, og Griffli, 83%. Griffill er með langlægsta verðið þessa viku. Karfan þar kostar nú 89 krónur, var á 528 í síðustu viku. Verðið í Odda er næstlægst, 149 kr. karfan, var 970 í síðustu viku og Office 1 er með þriðja lægsta verðið, 244 kr. en var með ódýrustu körfuna í síðustu viku á 404 krónur. Geysilegur munur er á milli dýrustu og ódýrustu körfu í könnuninni, eða 1189,89%. Dýrust er karfan í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, 1148 krónur. Næstdýrust er hún í Skólavörubúðinni, 994 kr. og Bóksala stúdenta er með þriðju dýrustu körfuna, 855 krónur. Verðkönnun Fréttablaðsins var gerð samtímis í tíu verslunum um hádegisbil á mánudag, þeim sömu og fyrir viku nema hvað Bókabúðin Iða í Lækjargötu kom í stað Bókabúðar Grafarvogs. Kannað var verð á 15 vörutegundum eins og síðast og var listinn byggður á innkaupalista 5. bekkjar Foldaskóla að nokkru leyti. Starfsmaður blaðsins bað um verslunarstjóra eða fulltrúa hans þegar hann kom í viðkomandi verslun, gerði grein fyrir erindi sínu og fékk aðstoð til að finna ódýrustu vörurnar sem verslunin bauð upp á í 15 vöruflokkum. Að því loknu voru vörurnar teknar rakleiðis að kassa, skannaðar og starfsmanni blaðsins afhentur strimill. Ekki var gerður samanburður á gæði þeirra vara sem keyptar voru né þjónustu sem hver verslun býður. Alls staðar var Fréttablaðsfólki vel tekið.
Nám Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira