Rope Yoga 30. ágúst 2004 00:01 "Fyrir þá sem vilja verða orkuríkir og hafa hreinan ásetning þá er þetta tækið," segir Guðni Gunnarsson um Rope yoga tækið sem hann hefur þróað og hannað og úr því hefur sprottið ný tegund af líkamsrækt sem hann segir vera heildræna heilsu- og hugrækt. "Rope yoga kom til vegna þess að það vantaði á markaðinn kerfi eða verkfæri til að öðlast jafnvægi út frá miðju. Með tilkomu þess hefur fólk aðgang að vöðvum og kviðvöðvum sem hafa verið óaðgengilegir til þessa," segir Guðni og leggur áherslu á það að þetta snúist þó ekki bara um að fá sterka magavöðva. "Þó að flestir geta virkjað eitthvað af kviðvöðvunum þá er mikilvægt að hætta þessu ofbeldi sem fólk býr við gagnvart sjálfum sér. Rope yoga gengur út á kærleika og umhyggju og að sýna sér alúð og hvatningu en ekki offors og ofbeldi. En fyrst og fremst gengur þetta út á að vera fullkominn," segir Guðni og brosir því hann segir marga staldra við þá fullyrðingu hans. "Að vera fullkominn er að vera fullkomlega til staðar á augnablikinu, eins og orðið segir sjálft til um að vera full kominn á staðinn. Þannig býður Rope yoga upp á heildræna aðferð til að hvetja líkamann að vera á staðnum." Hann segir að í Rope yoga sé unnið með sjö stig þar sem einstaklingur nái andlegum þroska til jafns við líkamlegan. Sjöunda og síðasta stigið er þakklæti þar sem við löðum að okkur velgengni. "Rope yoga gengur út á að lifa við velmegun og kyrrð og það gerist við ástand þakklætis, þegar maður er þakklátur þá er enginn skortur í manns tilvist. Þakklæti upplifir maður tilfinningalega í hjartanu," segir Guðni en til þess að átta sig algerlega á lokastiginu þarf maður að fara í gegnum fyrri stig sem hefjast á vakningu. "Maður þarf að vakna til vitundar og sú vakning á sér stað við brölt eða þjáningu sem veldur því að maður vaknar til vitundar. Þegar það hefur átt sér stað þá er hægt að komast yfir á næsta stig," segir Guðni. Kennarar í Rope yoga eru allir sérþjálfaðir og hefur Guðni leiðbeint og útskrifað nokkra tugi kennara hérlendis. Hann segir Íslendinga hafa tekið þessu fagnandi og árangurinn vera eftir því. "Það má segja að þetta hafi gengið mjög vel hérna," segir Guðni sem er að vonum ánægður með árangurinn þar sem Rope yoga hefur verið í um 25 ára þróun hjá honum frá því að hann var fyrsti líkamsræktarkennarinn á Íslandi. "Ég tók eftir því að flest líkamsrækt snýst um að rækta tvístringinn en ekki eininguna, í rope yoga er því öfugt farið," segir Guðni. Heilsa Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Fyrir þá sem vilja verða orkuríkir og hafa hreinan ásetning þá er þetta tækið," segir Guðni Gunnarsson um Rope yoga tækið sem hann hefur þróað og hannað og úr því hefur sprottið ný tegund af líkamsrækt sem hann segir vera heildræna heilsu- og hugrækt. "Rope yoga kom til vegna þess að það vantaði á markaðinn kerfi eða verkfæri til að öðlast jafnvægi út frá miðju. Með tilkomu þess hefur fólk aðgang að vöðvum og kviðvöðvum sem hafa verið óaðgengilegir til þessa," segir Guðni og leggur áherslu á það að þetta snúist þó ekki bara um að fá sterka magavöðva. "Þó að flestir geta virkjað eitthvað af kviðvöðvunum þá er mikilvægt að hætta þessu ofbeldi sem fólk býr við gagnvart sjálfum sér. Rope yoga gengur út á kærleika og umhyggju og að sýna sér alúð og hvatningu en ekki offors og ofbeldi. En fyrst og fremst gengur þetta út á að vera fullkominn," segir Guðni og brosir því hann segir marga staldra við þá fullyrðingu hans. "Að vera fullkominn er að vera fullkomlega til staðar á augnablikinu, eins og orðið segir sjálft til um að vera full kominn á staðinn. Þannig býður Rope yoga upp á heildræna aðferð til að hvetja líkamann að vera á staðnum." Hann segir að í Rope yoga sé unnið með sjö stig þar sem einstaklingur nái andlegum þroska til jafns við líkamlegan. Sjöunda og síðasta stigið er þakklæti þar sem við löðum að okkur velgengni. "Rope yoga gengur út á að lifa við velmegun og kyrrð og það gerist við ástand þakklætis, þegar maður er þakklátur þá er enginn skortur í manns tilvist. Þakklæti upplifir maður tilfinningalega í hjartanu," segir Guðni en til þess að átta sig algerlega á lokastiginu þarf maður að fara í gegnum fyrri stig sem hefjast á vakningu. "Maður þarf að vakna til vitundar og sú vakning á sér stað við brölt eða þjáningu sem veldur því að maður vaknar til vitundar. Þegar það hefur átt sér stað þá er hægt að komast yfir á næsta stig," segir Guðni. Kennarar í Rope yoga eru allir sérþjálfaðir og hefur Guðni leiðbeint og útskrifað nokkra tugi kennara hérlendis. Hann segir Íslendinga hafa tekið þessu fagnandi og árangurinn vera eftir því. "Það má segja að þetta hafi gengið mjög vel hérna," segir Guðni sem er að vonum ánægður með árangurinn þar sem Rope yoga hefur verið í um 25 ára þróun hjá honum frá því að hann var fyrsti líkamsræktarkennarinn á Íslandi. "Ég tók eftir því að flest líkamsrækt snýst um að rækta tvístringinn en ekki eininguna, í rope yoga er því öfugt farið," segir Guðni.
Heilsa Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira