Viðskiptin í samráði við Kauphöll 2. september 2004 00:01 Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Níu milljarða tap en staðan styrkist Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Sjá meira
Viðskipti Burðaráss og Orra Vigfússonar, bankaráðsmanns í Íslandsbanka, eru harðlega gagnrýnd úti á markaðnum. Kauphöllin gerði athugasemdir við viðskiptin, en taldi leiðrétta tilkynningu viðunandi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar sagði að aðrir þættir viðskiptanna og eðli samningsins væru á verksviði Fjármálaeftirlitsins. Kauphöllin beindi því málinu þangað. Gagnrýnin beinist fyrst og fremst að því að fjárfestar hafi ekki verið upplýstir um hver bæri áhættu af bréfunum. Niðurstaðan er sú að Burðarás fær bréfin til baka á verði sem er langt undir núverandi markaðsgengi. Áhættan af breytingum á gengi bréfanna lá því allan tímann hjá Burðarási, en ekki hjá Orra eins og ætla mátti. Í kjölfarið hafa einnig verið settar fram spurningar um hvernig Íslandsbankabréfin voru bókfærð hjá Burðarási. Friðrik Jóhannsson forstjóri Burðaráss segir að farið hafi verið að öllum reglum varðandi viðskiptin og færslu þeirra í bókum félagsins. "Reikningsskil félagsins eru rétt og það þarf vart að ansa dylgjum um slíkt," segir Friðrik. "Við seldum bréfin á háu gengi í byrjun. Gengi sem var yfir markaðsgengi. Við töldum eftir samtal við Orra að hann gæti fengið erlenda fjárfesta að eignarhaldsfélagi sínu. Það gekk bara ekki eftir." Friðrik segir viðskiptin hafa verið með eðlilegum hætti. "Við höfðum samráð við Kauphöllina um tilkynninguna og þeir töldu hana í lagi. Svo skiptu þeir um skoðun sem er ekkert óeðlilegt." Friðrik segir að aðilar viðskiptanna hafi þegar komið til móts við Kauphöllina og sent nýja tilkynningu í samræmi við kröfur hennar. "Það var auðsótt mál af okkar hálfu að senda nýja tilkynningu." Fjármálaeftirlitið skoðar nú þessi viðskipti og fleiri þætti í sambandi við eignarhald Íslandsbanka. Þrír voru með stóra eignarhluti í framvirkum samningum í bankanum, auk Orra, eignarhaldsfélag í eigu Karls Wernerssonar og systkina hans. Það félag er komið yfir tíu prósenta hlut og fer því sjálfkrafa til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Helgi Magnússon er einnig með framvirkan samning við Landsbankann um eignarhlut í bankanum. Honum var flaggað á sínum tíma og fyrir liggja allar upplýsingar um áhættu hvors aðila um sig af viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Níu milljarða tap en staðan styrkist Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Sjá meira