
Innlent
Eldur í skóla á Akureyri
Greiðlega gekk að slökkva eld sem kom upp á Akureyri í gærkvöldi í geymslurými í kjallara gamla gagnfræðaskólans þar sem nú er Brekkuskóli. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og að sögn lögreglunnar á Akureyri bendir allt til þess að kveikt hafi verið í. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en það er í rannsókn.
Fleiri fréttir
×