Innlent

Þyrlu Land­helgis­gæslunnar flogið norður vegna slyssins

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umferðarslys átti sér stað rétt fyrir sunnan Hofsós. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Umferðarslys átti sér stað rétt fyrir sunnan Hofsós. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglu á Norðurland vestra barst tilkynning um alvarlegt umferðarslys rétt hjá Hofsósi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyssins.

Slysið varð á Siglufjarðarvegi, vegi 76, sunnan Hofsóss og Grafarár.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra er vegurinn lokaður á meðan unnið er á vettvangi.

„Lögreglan á Norðurlandi vestra óskaði eftir þyrlusveitin til þess aðstoða vegna þessa slyss,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.

Þyrlan lenti rétt eftir klukkan tíu og var einn einstaklingur fluttur til Reykjavíkur.

Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, stendur að umferðarslysið hafi átt sér stað við Grafará.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×