"Feiti maðurinn" 12. október 2004 00:01 Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður. Heilsa Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður.
Heilsa Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp