Styðja leikhúsin kynlífsdýrkun? 15. október 2004 00:01 Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ofbeldi, nekt, afbrigðilegt kynlíf og blóðugar uppákomur setja vissulega svip sinn á leikhúsið þessa dagana. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust nýtt verk, Svarta mjólk, eftir ungan rússneskan leikritahöfund, sem fjallar um ungt par, hún ólétt, hann ofbeldishneigður, einkum gagnvart henni. Borgarleikhúsið frumsýndi í haust Geitina, sem fjallar um mann sem verður ástfanginn af geit og heldur uppi hugljúfum ræðum um geitaríðingar sínar. Nemendaleikhúsið frumsýndi um síðustu helgi Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare og í uppfærslunni er gengið svo langt í að strippa leikaraefnin að gagnrýnandi Fréttablaðsins sér ástæðu til þess að finna að því. Íslenska óperan frumsýndi, einnig um síðustu helgi, Sweeney Todd, söngleik utan um fjöldamorðingja, þar sem menn eru skornir á háls "í beinni," eins og sagt er. Blóðið flæðir. Ef mig misminnir ekki þóttu svona bein nektar- og ofbeldis-"show" ekki lengi vel góð latína í leikhúsi. Reglan var sú að þessir þættir ættu heima utan sviðs og í ímyndunarafli áhorfandans. Einnig hefur gott leikverk þótt einkennast af því að ekki sé allt sagt á sviðinu, heldur sé undirtextinn stöðugt hljómandi í eyrum áhorfandans. Árið 1981 sýndi Þjóðleikhúsið Dans á rósum, eftir Steinunni Jóhannesdóttur, sem endar á því að einn leikarinn stendur eftir á besefanum í lokaatriðinu. Olli það misjöfnum viðbrögðum, því þótt það sé hlutverk leikhússins að endurspegla raunveruleikann er spurning hvaða veruleika. Þurfum við endilega að sjá raunveruleg kynfæri á leiksviði? Á þeim tíma sem hefur liðið síðan hefur mörkum leikhússins smám saman verið þrýst lengra og lengra í raunveruleikaopinberuninni. Í Rósum og rakvélarblöðum eftir Benóný Ægisson, sem sýnt var á Óháðu listahátíðinni 1993, var áhorfendum boðið upp á "allt að því" samfarir á sviðinu. Hvað veldur? Þegar forsprakkar leikhúsa og leikhópa hafa verið krafðir svara kemur oftar en ekki fram að leikhúsið sé í samkeppni við kvikmyndaiðnaðinn, sjónvarpið og aðra afþreyingu, það sé bara að setja upp það sem fólkið vill sjá, það sem selur. En það er iðnaður. Leikhúsið er listastofnun. Á það ekki að vera markmið mannsins og listarinnar að betrumbæta sig og þroska? Hvaða raunveruleika er leikhúsið að endurspegla? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu skornir á háls, tuttugu per klukkustund? Er það íslenskur raunveruleiki að fólk sé alltaf að fara úr fötunum og veifa kynfærunum framan í gesti og gangandi? Er það íslenskur raunveruleiki að menn ræði frjálslega um ást sína á dýrum og samfarir við þau? Er það íslenskur raunveruleiki að menn séu að beita aðra ofbeldi fyrir opnum tjöldum - og enginn segi eða geri neitt? Hver segir að þetta sé það sem fólkið vill sjá? Er leikhúsið að þvinga upp á okkur raunveruleika sem við könnumst ekkert við? Ef við viljum sjá ofbeldi og nekt getum við bara farið í bíó eða horft á sjónvarpið. Ef leikhúsið er að reyna að koma til móts við lægri hvatir mannsins og gera allt "í beinni" er það á rangri leið hvað listræn sjónarmið varðar. Það er engin ástæða fyrir leikhúsið að elta kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Kvikmyndirnar og sjónvarpið eiga að elta leikhúsið. Leikhúsið á ekki að vera iðnfyrirtæki, heldur listastofnun sem setur fordæmi. Frá því að Þjóðleikhúsið sýndi fyrsta typpið á sviði árið 1981 hafa mörkin færst stöðugt lengra frá því að leyfa áhorfandanum að nota ímyndunaraflið að það er bara sorglegt. Nekt á sviði hefur verið endurtekin svo oft að hún er orðin leiðinleg. Ég get alveg tekið undir orð Valgeirs Skagfjörð, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, þegar hann vitnar í Shakespeare í umsögn um Nemendaleikhúsið og segir: "meira að segja í fellibyl tilfinninganna verður að temja sér þá stillingu sem fágar". Súsanna Svavarsdóttir - [email protected]
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun