Er Íslensk menning líflaus? 22. október 2004 00:01 Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - [email protected]
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun