Flókinn heilaþvottur Egill Helgason skrifar 24. október 2004 00:01 Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira