Slökkviliðsmenn í spinning 1. nóvember 2004 00:01 "Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól Heilsa Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það skiptir mjög miklu máli í okkar starfi að vera í góðu formi. Við förum í þolpróf og styrktarpróf einu sinni á ári og við reynum þess vegna að æfa að minnsta kosti alla virka daga," segja Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson, starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir ásamt fjölmörgum öðrum slökkviliðsmönnum mæta í Hreyfingu á hverjum einasta degi og taka vel á því. "Þegar við erum á vakt þá mætum við í tíma klukkan 10.10 á morgnana. Ef við erum ekki á vakt þá mætum við frekar í tækjasalinn og lyftum og þess háttar. Við erum með fasta tíma á morgnana þegar við erum á vöktum sem skiptast í þolþjálfun og styrktarþjálfun. Stundum förum við í spinning, stundum í stöðvaþjálfun og stundum tökum við spretti og svoleiðis. Það er mjög mismunandi," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmenn höfuðborgarsvæðisins hafa æft af fullum krafti síðustu sextán ár í Faxafeninu. Þó að tímarnir séu fastir hjá félögunum eru allir velkomnir og tímarnir alls ekki lokaðir almenningi. Í Hreyfingu hittast slökkviliðsmenn úr stöðvunum við Skógarhlíð og Tunguháls. Drjúgan part af morgninum má því segja að þeir stjórni slökkviliðsstöðinni úr annars konar stöð - líkamsræktarstöðinni. "Þetta er mjög gott upp á móralinn. Það er fínt að gera eitthvað með starfsfélögunum í aðeins öðruvísi umhverfi og bindast sterkum böndum. Við líka peppum hver aðra upp í tímunum og höfum mjög gaman af," segja Finnur og Hannes en slökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri, allt frá 24 og upp í rúmlega sextugt. Hraustu slökkviliðsmennirnir fá því miður ekki alltaf að klára æfingarnar sínar því oft kemur fyrir að þeir eru kallaðir út í miðjum klíðum. "Við erum með útkallstæki og síma á okkur þar sem við þurfum að bregðast mjög fljótt við öllum útköllum. Við erum með sérútgang í stöðinni þar sem fötin okkar og dót liggja tilbúin. Síðan er bílunum okkar lagt beint fyrir utan," segja Finnur og Hannes og því alveg ljóst að slökkviliðsmennirnir eru fljótir að bregðast við. En hvað finnst fólkinu í Hreyfingu um þetta? "Fólki finnst mjög gaman að hafa okkur hérna og svolítið spennandi þegar við erum kallaðir út."Finnur Hilmarsson og Hannes Páll Guðmundsson hjá neyðarútgangi slökkviliðsmannanna þar sem fötin bíða tilbúin.Mynd/E.ÓlSlökkviliðsmennirnir eru á öllum aldri og ná saman í ræktinni.Mynd/E.Ól
Heilsa Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira