Er R-listinn búinn að vera? 4. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason borgarstjóri var áreiðanlegri vonbetri um framtíð sína á stól borgarstjóra þegar hann kom úr þættinum “Ísland í dag” á Stöð 2 í gærkvöldi.. Eftir harða sennu við stjórnendur þáttarins – Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Þórhall Gunnarsson - þar sem borgarstjóri varðist vel með erfiðan – sumir mundu segja óverjandi - málstað (og hljóp aðeins einu sinni á sig; þegar hann gaf í skyn að annar stjórnendanna, Jóhanna, gengi erinda föður síns, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, leiðtoga borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna) fékk hann niðurstöður SMS-skoðanakönnunar meðal áhorfenda um afstöðu þeirra til framtíðar hans á stól borgarstjóra. Tvö þúsund SMS boð bárust; 65% sögðust telja að hann ætti ekki að segja af sér. Undrunin leyndi sér ekki á svip þáttastjórnenda enda var niðurstaða alveg öndverð við útkomu SMS-könnunar í sama þætti fyrir aðeins nokkrum dögum; þá var niðurstaða þúsund manna þátttöku á þá leið að mikill meirihluti vildi að Þórólfur tæki hatt sinn og staf. Þetta sýnir að afstaða fólks í svona málum getur á skjótri stundu tekið breytingu. Og það er einmitt á það sem Þórólfur veðjar, minnugur þess að hann sneri taflinu við sér í hag í fyrrasumar þegar svipuð umræða kom upp um framtíð hans eftir að frumdrögum að skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna hafði verið lekið í fjölmiðla. Þórólfur fékk enga skoðanakönnun í veganesti þegar hann yfirgaf Kastljós Sjónvarpsins síðar um kvöldið. Þar eins og á Stöð 2 setti hann málstað sinn fram af mikilli einlægni – gagnrýnendur kysu þó líklega fremur að tala um kænsku. Hann viðurkennir þátt sinn í samráðinu, leggur áherslu á að hann hafi verið millistjórnandi en ekki höfuðpaur, hann hafi verið látinn framkvæma hluti, hefði átt að berja í borðið en gerði það ekki þar sem það tók hann svo langan tíma að sjá heildarsamhengi hlutanna. Gegn þessu tefldu stjórnendur þáttanna fram viðamiklum skýrslum Samkeppnisstofnunar þar sem nafn Þórólfs er oftar nefnt en flestra annarra og vitneskja hans og þátttaka í ólöglegu samráði leynist ekki. Viðkvæmast af því er spurningin um það hvort hann hafi leikið á núverandi vinnuveitanda sinn, Reykjavíkurborg, sem ákveðið hefur að láta kanna réttarstöðu sína í málinu. Stjórnendur “Íslands í dag” fullyrtu við borgarstjóra að þó að leiðtogar Reykjavíkurlistans hefðu í fyrrakvöld gefið honum tæækifæri til að tala máli sínu fyrir almenningi í sjónvarpi og blaðaviðtölum þá væru þeir í reynd búnir að ákveða framtíð hans. Þeir væru búnir að ákveða að hann skyldi hætta en vildu að hann uppgötvaði nauðsyn þess sjálfur og fengi til þess nokkra daga. Þetta rímar við heimildir Fréttablaðsins um að þegar sé farið að leita að arftaka hans og hafa nöfn Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein verið nefnd í því sambandi. Jafnvel hefur nafn eins ópólitísks arftaka verið nefnt – Sigurðar G. Guðjónssonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra – en ekki liggur fyrir að alvara búi þar að baki. Viðbrögð Þórólfs Árnasonar við þessu benda til þess að hann geri sér grein fyrir þessu en hann bregst við með því að segja að samkomulag sé um að niðurstaðan um framtíð hans verði sameiginleg ákvörðun hópsins, þ.e. hans sjálfs og borgarfulltrúanna sem mynda meirihlutann. Hvað þetta merkir raunverulega er ekki alveg ljóst. Það hljómar nánast eins og Þórólfur telji sig hafa neitunarvald. Svo er hins vegar ekki. En þetta gerir hann vafalaust til að tefja málið og flækja og getur ekki talist annað en skynsamleg flétta í stöðu sem hann veit að er ekki aðeins erfið fyrir hann heldur líka borgarfulltrúana. Nokkrir þeirra mundu fagna því ef Þórólfi tækist að snúa sig út klemmunni sem hann er í, en vandinn í stöðunni er að nokkrir í hópnum fallast ekki á þá málsvörn sem Þórólfur hefur í frammi. Þar er einkum um borgarfulltrúa Vinstri grænna að ræða en bakland þeirra hefur hafnað Þórólfi með afgerandi hætti. Svo veikir það stöðu Þórólfs enn frekar að þar sem umræðan um framtíð hans er komin jafn langt og raun ber vitni eru ýmsir sem ella hefðu talist fylgismenn hans farnir að sjá kostina við að stokka upp spilin. Ný uppröðun í helstu valdaembætti blasir við. Þótt R-listinn hafi í upphafi staðið fyrir miklar hugsjónir er það útbreidd skoðun að hann hafi fjarlægst uppruna sinn og valdastreita í æ meira máli einkennt vinnubrögð hans.Sókn í embætti og vegtyllur er einn þáttur slíkrar hnignunar. Þó að Þórólfi muni takast að fá samúð almennings með framgöngu sinni í fjölmiðlum er ólgan sem mál hans hefur skapað svo mikil og nógu margir reiðir honum að ólíklegt verður að telja að jafnvel ágæt frammistaða hans í fjölmiðlunum verði honum til bjargar. Haldi hann embættinu eftir það sem á undan er gengið verður það að teljast pólitískt kraftaverk. Sem aftur vekti með réttu upp þá spurningu hvort þarna sé ekki einmitt kominn rétti maðurinn til að leiða R-listann í næstu kosningum. Í grein minni í Fréttablaðinu í dag bendi ég á að í rauninni sé enginn eðlismunur á þeim upplýsingum um mál Þórólfs sem fram komu í fyrra og þeirri vitneskju sem nú liggur fyrir. Að vísu virðist þátttaka hans eitthvað umfangsmeiri en þá blasti við en í kjarna sínum er um sama málið að ræða. Þá varð niðurstaða R-listans að skýringar Þórólfs væru trúverðugar og hann fékk endurnýjaða traustsyfirlýsingu allra borgarfulltrúanna. Þess vegna hljóta menn að spyrja hvað hafi breyst? Er það eitt í myndinni að almenningur vilji að einhver axli ábyrgð á olíusamráðinu nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir og Þórlólfur sá eini sem í næst?; höfuðpaurarnir eru ekki á neinum opinberum vettvangi. Er ekki veigamikill hluti af skýringunni á stöðunni sem upp er komin sundurþykkjan innan R-listans sem hefur magnast alveg frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stóð upp úr stól borgarstjóra í ársbyrjun 2002? Með öðrum orðum: Er ekki Þórólfur frekar fórnarlamb valdabaráttu innan R-listans en siðvæðingar? R-listinn var stofnaður til höfuðs Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það tókst að sameina krafta vinstri manna og fá fylgi borgarbúa við þá stefnu að fella meirihluta sjálfstæðismanna. En síðan er liðinn meira en áratugur og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Völdin hafa sett mark sitt á R-listann og einstaklingana sem þar eru í forystu. Forsendurnar fyrir listanum eru ekki eins traustar og þær voru í upphafi. Ýmsir, jafnvel í borgarstjórnarflokknum, geta vel hugsað sér að starfa með sjálfstæðismönnum eins og öðrum vinstri mönnum. Mál Þórólfs og úlfúðin innan R-listans undanfarin misseri hefur skapað Sjálfstæðisflokknum sóknarfæri. Í dag dettur engum í hug að útiloka meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna með Vinstri grænum annars vegar eða framsóknarmönnum hins vegar – samstarf við Samfylkingarhópinn er ólíklegra. Þetta hefði verið óhugsandi meðan Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri. Þórólfur Árnason berst fyrir framtíð sinni á stól borgarstjóra í Reykjavík. En hin raunverulega pólitíska spurning er ekki: Er Þórólfur Árnason búinn að vera í pólitíkinni? Hún er þessir Er R-listinn búinn að vera? Á þessari stundu er freistandi að svara báðum spurningum játandi.Sem fyrr leggur Vísir mikið upp úr því að heyra sjónarmið lesenda. Þau er hægt að rita hér á vefinn og birtist framlagið samstundis. Eru lesendur eindregið hvattir til þátttöku. Áhugaverð framlög verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Þórólfur Árnason borgarstjóri var áreiðanlegri vonbetri um framtíð sína á stól borgarstjóra þegar hann kom úr þættinum “Ísland í dag” á Stöð 2 í gærkvöldi.. Eftir harða sennu við stjórnendur þáttarins – Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Þórhall Gunnarsson - þar sem borgarstjóri varðist vel með erfiðan – sumir mundu segja óverjandi - málstað (og hljóp aðeins einu sinni á sig; þegar hann gaf í skyn að annar stjórnendanna, Jóhanna, gengi erinda föður síns, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, leiðtoga borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna) fékk hann niðurstöður SMS-skoðanakönnunar meðal áhorfenda um afstöðu þeirra til framtíðar hans á stól borgarstjóra. Tvö þúsund SMS boð bárust; 65% sögðust telja að hann ætti ekki að segja af sér. Undrunin leyndi sér ekki á svip þáttastjórnenda enda var niðurstaða alveg öndverð við útkomu SMS-könnunar í sama þætti fyrir aðeins nokkrum dögum; þá var niðurstaða þúsund manna þátttöku á þá leið að mikill meirihluti vildi að Þórólfur tæki hatt sinn og staf. Þetta sýnir að afstaða fólks í svona málum getur á skjótri stundu tekið breytingu. Og það er einmitt á það sem Þórólfur veðjar, minnugur þess að hann sneri taflinu við sér í hag í fyrrasumar þegar svipuð umræða kom upp um framtíð hans eftir að frumdrögum að skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna hafði verið lekið í fjölmiðla. Þórólfur fékk enga skoðanakönnun í veganesti þegar hann yfirgaf Kastljós Sjónvarpsins síðar um kvöldið. Þar eins og á Stöð 2 setti hann málstað sinn fram af mikilli einlægni – gagnrýnendur kysu þó líklega fremur að tala um kænsku. Hann viðurkennir þátt sinn í samráðinu, leggur áherslu á að hann hafi verið millistjórnandi en ekki höfuðpaur, hann hafi verið látinn framkvæma hluti, hefði átt að berja í borðið en gerði það ekki þar sem það tók hann svo langan tíma að sjá heildarsamhengi hlutanna. Gegn þessu tefldu stjórnendur þáttanna fram viðamiklum skýrslum Samkeppnisstofnunar þar sem nafn Þórólfs er oftar nefnt en flestra annarra og vitneskja hans og þátttaka í ólöglegu samráði leynist ekki. Viðkvæmast af því er spurningin um það hvort hann hafi leikið á núverandi vinnuveitanda sinn, Reykjavíkurborg, sem ákveðið hefur að láta kanna réttarstöðu sína í málinu. Stjórnendur “Íslands í dag” fullyrtu við borgarstjóra að þó að leiðtogar Reykjavíkurlistans hefðu í fyrrakvöld gefið honum tæækifæri til að tala máli sínu fyrir almenningi í sjónvarpi og blaðaviðtölum þá væru þeir í reynd búnir að ákveða framtíð hans. Þeir væru búnir að ákveða að hann skyldi hætta en vildu að hann uppgötvaði nauðsyn þess sjálfur og fengi til þess nokkra daga. Þetta rímar við heimildir Fréttablaðsins um að þegar sé farið að leita að arftaka hans og hafa nöfn Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein verið nefnd í því sambandi. Jafnvel hefur nafn eins ópólitísks arftaka verið nefnt – Sigurðar G. Guðjónssonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra – en ekki liggur fyrir að alvara búi þar að baki. Viðbrögð Þórólfs Árnasonar við þessu benda til þess að hann geri sér grein fyrir þessu en hann bregst við með því að segja að samkomulag sé um að niðurstaðan um framtíð hans verði sameiginleg ákvörðun hópsins, þ.e. hans sjálfs og borgarfulltrúanna sem mynda meirihlutann. Hvað þetta merkir raunverulega er ekki alveg ljóst. Það hljómar nánast eins og Þórólfur telji sig hafa neitunarvald. Svo er hins vegar ekki. En þetta gerir hann vafalaust til að tefja málið og flækja og getur ekki talist annað en skynsamleg flétta í stöðu sem hann veit að er ekki aðeins erfið fyrir hann heldur líka borgarfulltrúana. Nokkrir þeirra mundu fagna því ef Þórólfi tækist að snúa sig út klemmunni sem hann er í, en vandinn í stöðunni er að nokkrir í hópnum fallast ekki á þá málsvörn sem Þórólfur hefur í frammi. Þar er einkum um borgarfulltrúa Vinstri grænna að ræða en bakland þeirra hefur hafnað Þórólfi með afgerandi hætti. Svo veikir það stöðu Þórólfs enn frekar að þar sem umræðan um framtíð hans er komin jafn langt og raun ber vitni eru ýmsir sem ella hefðu talist fylgismenn hans farnir að sjá kostina við að stokka upp spilin. Ný uppröðun í helstu valdaembætti blasir við. Þótt R-listinn hafi í upphafi staðið fyrir miklar hugsjónir er það útbreidd skoðun að hann hafi fjarlægst uppruna sinn og valdastreita í æ meira máli einkennt vinnubrögð hans.Sókn í embætti og vegtyllur er einn þáttur slíkrar hnignunar. Þó að Þórólfi muni takast að fá samúð almennings með framgöngu sinni í fjölmiðlum er ólgan sem mál hans hefur skapað svo mikil og nógu margir reiðir honum að ólíklegt verður að telja að jafnvel ágæt frammistaða hans í fjölmiðlunum verði honum til bjargar. Haldi hann embættinu eftir það sem á undan er gengið verður það að teljast pólitískt kraftaverk. Sem aftur vekti með réttu upp þá spurningu hvort þarna sé ekki einmitt kominn rétti maðurinn til að leiða R-listann í næstu kosningum. Í grein minni í Fréttablaðinu í dag bendi ég á að í rauninni sé enginn eðlismunur á þeim upplýsingum um mál Þórólfs sem fram komu í fyrra og þeirri vitneskju sem nú liggur fyrir. Að vísu virðist þátttaka hans eitthvað umfangsmeiri en þá blasti við en í kjarna sínum er um sama málið að ræða. Þá varð niðurstaða R-listans að skýringar Þórólfs væru trúverðugar og hann fékk endurnýjaða traustsyfirlýsingu allra borgarfulltrúanna. Þess vegna hljóta menn að spyrja hvað hafi breyst? Er það eitt í myndinni að almenningur vilji að einhver axli ábyrgð á olíusamráðinu nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir og Þórlólfur sá eini sem í næst?; höfuðpaurarnir eru ekki á neinum opinberum vettvangi. Er ekki veigamikill hluti af skýringunni á stöðunni sem upp er komin sundurþykkjan innan R-listans sem hefur magnast alveg frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stóð upp úr stól borgarstjóra í ársbyrjun 2002? Með öðrum orðum: Er ekki Þórólfur frekar fórnarlamb valdabaráttu innan R-listans en siðvæðingar? R-listinn var stofnaður til höfuðs Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það tókst að sameina krafta vinstri manna og fá fylgi borgarbúa við þá stefnu að fella meirihluta sjálfstæðismanna. En síðan er liðinn meira en áratugur og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Völdin hafa sett mark sitt á R-listann og einstaklingana sem þar eru í forystu. Forsendurnar fyrir listanum eru ekki eins traustar og þær voru í upphafi. Ýmsir, jafnvel í borgarstjórnarflokknum, geta vel hugsað sér að starfa með sjálfstæðismönnum eins og öðrum vinstri mönnum. Mál Þórólfs og úlfúðin innan R-listans undanfarin misseri hefur skapað Sjálfstæðisflokknum sóknarfæri. Í dag dettur engum í hug að útiloka meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna með Vinstri grænum annars vegar eða framsóknarmönnum hins vegar – samstarf við Samfylkingarhópinn er ólíklegra. Þetta hefði verið óhugsandi meðan Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri. Þórólfur Árnason berst fyrir framtíð sinni á stól borgarstjóra í Reykjavík. En hin raunverulega pólitíska spurning er ekki: Er Þórólfur Árnason búinn að vera í pólitíkinni? Hún er þessir Er R-listinn búinn að vera? Á þessari stundu er freistandi að svara báðum spurningum játandi.Sem fyrr leggur Vísir mikið upp úr því að heyra sjónarmið lesenda. Þau er hægt að rita hér á vefinn og birtist framlagið samstundis. Eru lesendur eindregið hvattir til þátttöku. Áhugaverð framlög verða endurbirt í Fréttablaðinu.Guðmundur Magnússon -[email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun