Nemendur í Hringsjá 9. nóvember 2004 00:01 Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni. Nám Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni.
Nám Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira