Guðjón Bergmann með nýja bók 19. nóvember 2004 00:01 "Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu." Heilsa Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Sumir líta á það sem mjög óhagnýtt að bæta sig, hvort sem er líkamlega eða tilfinningalega. Yfirleitt er fólk upptekið við að vinna, sinna börnum, heimili og áhugamálum eða horfa á sjónvarpið. Því finnst ekki hagnýtt að stefna á að bæta sig en það er eitt það hagnýtasta sem hver og einn getur gert," segir Guðjón Bergmann, jógakennari, rithöfundur og fyrirlesari. "Nýja bókin mín er byggð á fyrirlestrum sem ég hef haldið síðastliðin ár við góðar undirtektir jafnframt því sem ég byggi hana á eigin reynslu. Bókin er fyrir alla og af gefnu tilefni vil ég taka fram að þarna er ekki einungis á ferðinni jógabók vegna þess að allir eru að leita að þessu þrennu; hreysti, hamingju og hugarró. Eitt getur varla án hinna tveggja verið," segir Guðjón. Með bókinni vill Guðjón fyrst og fremst hvetja fólk til framkvæmda. "Til að gera breytingar er ekki nóg að lesa bara heldur er mikilvægt að tileinka sér líka hugmyndirnar sem í bókinni eru." "Ég nota tilvitnanir frá ólíkum aðilum til að styðja mál mitt. Ég vitna til dæmis í Búdda, Jesú, sálfræðinga, jógakennara, Dalai Lama og Gandhi. Bókin er tileinkuð mínum helsta kennara, Yogi Shanti Desai, og ég nota margar tilvitnanir frá honum. Aftast í bókinni er síðan yfirgripsmikill bókalisti þar sem ég skrifa stuttlega um hverja bók sem ég tel að fólk geti nýtt sér til frekari fróðleiks. Lestur á minni bók getur verið byrjun á meiri lærdómi. Ég hef sjálfur lært þannig. Lesið bækur sem aðrir höfundar hafa mælt með í sínum bókum," segir Guðjón sem vonar að persónulegur ritstíll sinn nái til fólks. "Þessi bók er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bókin er mjög hnitmiðuð og stutt en um leið tekur hún á fjölbreytileika lífsins. Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem er í íþróttum, viðskiptum, samskiptum eða andlegri leit. Hverju sem er," segir Guðjón og bendir á að hann líti ekki á sig sem predikara. "Ég bendi einungis á möguleikana. Það er undir hverjum og einum komið að framkvæma þær breytingar sem hann telur að muni nýtast sér í lífinu."
Heilsa Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira