Erfitt að hafna fólki í neyð 13. október 2005 15:02 Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira