Erfitt að hafna fólki í neyð 13. október 2005 15:02 Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Það verður erfitt að vísa fólki í neyð frá, ef til boðaðs niðurskurðar kemur á Vogi, segja tveir starfsmenn sem starfa í móttöku fyrir áfengissjúka þar. Þeir segjast kvíða því ef skera þarf niður flýti- og bráðainnlagnir, meðhöndlun ópíumfíkla, ráðgjafaþjónustu og fækka innlögnum, eins og boðað hefur verið vegna fjárhagserfiðleika SÁÁ. "Verði sú þjónusta lögð niður sem boðað hefur verið mun það fyrirsjáanlega hafa í för með sér mjög aukið álag á okkur," sagði Arndís Tómasdóttir annar starfsmannanna. "Fólk kemur hingað til að leita sér aðstoðar. Ef við getum ekki vísað því á ráðgjafa hér, þá verðum við að vísa því niður í bæ," sagði Arndís Tómasdóttir. Hún sagði að það mætti ekki gleyma því að fólk sem leitaði á Vog væri veikt og ekki tilbúið til að fara á milli staða til að leita sér hjálpar. "Hér er mikið um bráðatilvik, fólk sem vill tala við ráðgjafa, sem aftur leiðir til bráðainnlagnar. Margir eru í brýnni neyð, en aðrir hafa hugsað sinn gang og eru tilbúnir á því augnabliki að leggjast inn. Enn aðrir vilja fá að vita í hverju meðferðin sé fólgin, hvað hún taki langan tíma og svo framvegis, áður en þeir taka skrefið." Arndís kvaðst kvíða því ef til niðurskurðarins kæmi, því það þýddi aukið álag í símsvörun, en kannski væri lítið hægt að hjálpa fólki umfram það með öðru heldur en biðlistaþjónustu. "Fólki á áreiðanlega eftir að finnast á sér brotið, að hafa alltaf geta leitað hingað en geta það svo skyndilega ekki lengur," sagði Álfheiður Viðarsdóttir, sem einnig starfar við móttöku áfengissjúkra og fíkla á Vogi. "Það sem flokkast undir bráðatilvik er fólk sem á orðið mjög bágt. Sumir eru í þannig ástandi að ekki er hægt annað en að taka þá beint inn. Aðrir fara í lengra ferli. Við erum tengd niður á göngudeild Landspítala, en þar er kannski ekki hægt að bregðast eins fljótt við og hér hvað varðar innlagnir." Álfheiður hefur starfað á Vogi í tvö og hálft ár. Hún sagði mestu álagstímana vera fyrir og eftir jól, í kringum útihátíðir á sumrin og þegar líða færi á sumarfrístímann. "Á þessum álagstímum ber meira á yngra fólki, 16 til 25 ára. Hinir eldri koma meira jafnt og þétt," sagði hún. "Álagið byrjar svona hálfum mánuði fyrir jól og teygir sig fram yfir áramót. Það er mest eftir áramótin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira