Segja stórfé borgað með Línu.neti 30. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarmaður Sjálfstæðismanna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: "Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin." Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: "Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur viðskipti til 25 ára." Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveitan yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljósleiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orkuveitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: "Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskiptalegum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arðsemi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við." Guðlaugur Þór Þórðarson segir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: "Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili." Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyrir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljónum og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira