Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. febrúar 2025 06:56 Íhaldsmenn voru að vonum glaðir með úrslitin. AP/Martin Meissner Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira
CDU/CSU fékk 28,6 prósent atkvæða, sem er rétt undir þeim 30 prósentum sem fylkingunni hafði verið spáð. CDU er flokkur kristilegra demókrata sem býður fram í öllum ríkjum Þýskalands utan Bavaríu, þar sem CSU stillir upp lista. Stóru fréttir kosninganna eru hinsvegar þær að harðlínuflokkurinn AFD, eða Annar kostur fyrir Þýskaland, vann sögulegan sigur. Flokkurinn, sem var stofnaður árið 2013 og náði ekki inn á þing í fyrstu kosningunum sínum, fékk nú rúm 20 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn á þingi. Staðan eftir kosningarnar er sú að í austurhluta landsins ráða AFD nær alfarið ríkjum og eru stærsti flokkurinn þar en í vesturhlutanum eru það kristilegir Demókratar. Sósíaldemókratar, flokkur núverandi kanslara, Olaf Scholz, eru aðeins með sextán prósenta fylgi en Græningjar fengu rúm ellefu prósent og Vinstrimenn tæp níu. Þrátt fyrir sigurinn er Merz ákveðinn vandi á höndum, því hann hefur útilokað að vinna með AFD og leiðtoga þeirra Alice Weidel. Hann hafði því vonast eftir sterku umboði til að mynda stjórn með einum öðrum flokki. Líklegast er að hann reyni að mynda stjórn með Sósíaldemókrötum, flokki Olafs Scholz en það er eini tveggja flokka meirihlutinn í stöðunni. Alice Weidel var sigurreif á kosningakvöldinu og sagði ljóst að Merz muni ekki ganga vel að mynda samsteypustjórn með hinum flokkunum og því verði kosið á ný í Þýskalandi innan tíðar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fleiri fréttir Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Sjá meira