Ingólfur sagði ósatt 5. desember 2004 00:01 Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur. Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira