Gaman meðan starfið skilar árangri 6. desember 2004 00:01 Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman." Atvinna Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Actavis hf tilheyrir alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Actavis group og er því einn þeirra sem er í krefjandi starfi en jafnframt áhugaverðu. "Það skemmtilegasta er að þetta hefur verið fyrirtæki í örum vexti og við höfum þurft að hugsa hratt og vinna hratt. Það er almennt séð mjög gaman að vera á vinnustað þar sem mikið líf er og hér er margt ungt fólk innan um reynslubolta. Það er góð blanda og hún virkar," segir Hörður Þórhallsson sannfærandi. Hörður kveðst hafa byrjað fyrir fimm árum í bransanum og þá sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu Delta sem síðan sameinaðist Farmaco. Fyrr á þessu ári var skipt um nafn og Actavis varð til. Hann segir fyrirtækið nú vera á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu en byggingarframkvæmdir standi yfir í Hafnarfirði þar sem sameina eigi starfsemina. Spurður hvort hann þurfi oft að skreppa til útlanda svarar hann. "Mitt starf snýr fyrst og fremst að starfseminni hér á landi en vissulega fylgja því alltaf einhver ferðalög að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki. Það er samt mjög misjafnt hversu tíð þau eru. Stundum fer ég þrjár, fjórar ferðir á stuttum tíma og svo kemur kannski langt tímabil á milli ferða." Oft vill teygjast úr vinnudeginum að sögn Harðar. "Það er ósjaldan sem vinnan fylgir manni heim. Yfirleitt er maður með tölvupóstinn opinn og eitthvað að dunda í tölvunni á kvöldin. En það er þess virði," segir hann ánægjulegur og bætir við. "Svo lengi sem starfið skilar árangri og fyrirtækið gengur vel þá er gaman."
Atvinna Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira