Maðurinn með píanóið 6. desember 2004 00:01 Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909. Atvinna Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kristinn Leifsson er píanóstillari og hefur starfað sem slíkur í sjö ár. Samt er hann ekki nema 25 ára gamall. "Ég fór til Bandaríkjanna og lærði þetta meðan ég var í MH og kláraði svo stúdentinn eftir að ég kom heim. Yfirleitt er þetta tveggja ára nám en ég var búinn að vera í kringum þetta frá fæðingu þannig að ég var ekki alveg grænn þegar ég byrjaði," segir Kristinn en hann er sonur Leifs Magnússonar sem starfaði við píanóstillingar og viðgerðir í marga áratugi, auk þess að flytja inn píanó. "Ég var alltaf að hlusta á hann stilla," heldur Kristinn áfram. "Og þetta er eitthvað sem þarf að síast inn í mann á einhverjum tíma en svo small þetta allt saman í náminu." Þrátt fyrir upprunann segist Kristinn ekki hafa farið að hugsa um píanístilinganámið fyrr en um tveimur árum áður en hann fór í námið. "Þetta starf hentar bæði vel með öðru námi og starfi og sem aðalstarf og það er alltaf nóg að gera. Svo er gaman og mjög gefandi hvað maður hittir marga í gegnum starfið, alls konar fólk. Ég er til dæmis mikið að vinna fyrir fólk sem er með börnin sín í píanónámi þannig að mín vinna stendur því mjög nærri." Kristinn segist þurfa ákeveðið næði þegar hann er að stilla, hins vegar þurfi hann alls ekki algert hljóð. "Metið mitt er sjö krakkar í feluleik í saman herbergi en ég þurfti nú að stoppa það." Nú starfa 5-6 píanóstillarar á landinu og Kristinn segir nýliðun í stéttinni vera afar litla. "Ég er yngsti píanóstillari landsins og er samt orðinn gamall í faginu og enginn að læra. Samt eru til fleiri þúsund píanó í landinu og heil 12.000 píanónemendur í tónlistarskólunum." Kristinn sér því fram á að hafa nóg að gera í framtíðinni eins og verið hefur hingað til. Hægt er að panta stillingu hjá Kristni í síma 661 7909.
Atvinna Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira