Innlagnir vegna aukaverkana 10. desember 2004 00:01 Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. " Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. "
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira