Júlíus Hafstein 35. sendiherrann 15. desember 2004 00:01 Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, tekur við starfi sendiherra í utanríkisráðuneytinu um áramótin. Þar með verður hann 35. sendiherra Íslands og sá fimmti sem skipaður er á þessu ári. Þessa stundina eru 34 sendiherrar starfandi, nítján við störf erlendis en fimmtán hér á landi. Júlíus verður sextándi heimasendiherrann en til stendur að endurskipuleggja viðskiptaskrifstofur ráðuneytisins. Júlíus er fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og starfaði náið með Davíð Oddssyni bæði í borgarstjóra- og forsætisráðherratíð hans. Sem forsætisráðherra fól Davíð síðan Júlíusi að stýra hátíðahöldum vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar og lauk því verkefni fyrir skemmstu. Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að sendiherra sem starfar hérlendis hefur 427.420 krónur í mánaðarlaun auk veginnar yfirvinnu, sem er um 75 þúsund. Sendiherra erlendis hefur síðan 427 þúsund krónur og fer upp í rétt tæpa milljón að viðbættri staðaruppbót, sem er að meðaltali rúmlega 560 þúsund krónur. Hún er skattfrjáls og því eru tekjurnar í raun hærri. Að auki búa sendiherrar í ókeypis húsnæði og hafa einkabílstjóra, svo eitthvað sé nefnt. Sigurjón Þórðarson segir á heimasíðu sinni að fjölgun sendiherra frá árinu 1995, þegar Halldór Ásgrímsson varð utanríkisráðherra, sé um 66%. "Ég efast stórlega um að það sé nokkurt vit í þessari fjölgun og hún sé enn eitt dæmið um algjört bruðl stjórnvalda með fé almennings." Þess má geta að algengt er að fyrrverandi stjórnmálamenn séu skipaðir sendiherra þegar þeir hætta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Þannig eru í hópi sendiherra einn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Tómas Ingi Olrich. Þrjá fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins er þar að finna; Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson, og fyrrverandi ráðherra sama flokks, Eið Guðnason. Þá er Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, sendiherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira