Hátíð sumra barna 23. desember 2004 00:01 Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Jæja, þá er jólahelgin liðin, búið að troða út bumbuna, tæta út pakka og pinkla, horfa á gamlar bíómyndir í sjónvarpinu og börnin í spennufalli. Jólin eru jú fyrst og fremst hátíð barnanna - og væntanlega hefur hin massíva markaðssetning á öllu mögulegu og ómögulegu dótaríi skilað sér til þeirra; þau fengið það sem þau þráðu og töldu sig þurfa. Sum. Mikið af því sem börnin biðja um má flokka sem gerviþarfir - en gerviþörf er ekkert annað en birtingarmynd af þörf sem ekki er fullnægt. Hún er ósýnileg og yfirleitt ekki sett í orð. Þörf barna fyrir ást foreldra - beggja foreldra. Þau eru ófá börnin sem ekki hafa fengið að hitta annað foreldri sitt um jólin - frekar en aðra daga ársins, eða aðeins fengið að hitta "hitt" foreldrið eftir harðvítuga baráttu foreldrannaþar sem barnið er notað sem vopn og veit af því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna þess að það er í slæmri stöðu til þess að taka afstöðu með því. Það hefur samviskubit gagnvart forsjár foreldrinu fyrir að vilja hitta það forsjárlausa. Hefur samt þörf fyrir að hitta báða foreldra, njóta kærleika þeirra og umhyggju. Það vill of oft gleymast að lífið getur verið nokkru barni gott né fullnægjandi nema það njóti tilfinningasamskipta við báða foreldra. Svo við einföldum myndiina, þá er móðir að miklu leyti hlutverka-fyrirmynd telpna, sú kvenímynd sem drengir læra að lifa við. Á sama hátt er faðir að miklu leyti hlutverkafyrirmynd drengja, karlímyndin sem telpur læra að lifa við. Ef tilfinningasamskipti við annað hvort foreldrið vantar, verður til skortur; tilfinningaskortur hjá barninu. Sá skortur verður að varanlegri fötlun. Hún bara sést ekki. Fötlunin felst í því að barnið lærir ekki að umgangast það kyn sem það elst ekki upp við. Ein af afleiðingunum er sú að þegar barnið verður fullorðið velur það sér maka sem ekki er til staðar fyrir það, hvorki tilfinningalega né á annan hátt. Hvert barn á rétt á því að umgangast og njóta kærleika og umhyggju beggja foreldra - meira að segja samkvæmt lögum. Það vill þó brenna við að forsjárlausa foreldrið nenni ekki að umgangast barnið, eða forsjár foreldrið komi í veg fyrir samskiptin. Ástæðan er sært "egó" þeirra eftir mikil átök. Það vill oft gleymast að foreldrahlutverkið er allt annað en makahlutverk. Það er sama á hverju hefur gengið milli foreldranna, barnið á sinn rétt og hann ber að virða. Lengi býr að fyrst gerð, er orðatiltæki sem við eigum og í því felst algildur sannleikur. Það sem við gerum börnum okkar í uppeldinu hefur áhrif á líf þeirra - alltaf - jafnvel þótt þau verði hundrað ára. Það erum við sem stjórnum því að miklu leyti hvort börnin okkar verða gæfumenn eða ekki. Ef við uppfyllum ekki tilfinningaþarfir þeirra í æsku, þýðir ekkert að röfla yfir gerviþörfum þeirra - eða annarra - seinna. Súsanna Svavarsdóttir - [email protected]
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun