Þegar stórt er spurt... 17. nóvember 2005 06:00 Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fyrir um mánuði sendi Röskva öllum alþingismönnum bréf þar sem sýn Röskvu á háskólann og málefni stúdenta var lýst. Auk þess voru lagðar fyrir þingmennina fimm spurningar. Þeir voru spurðir um afstöðu þeirra til skólagjalda, fjöldatakmarkana, námslána, stúdentakjara á heilbrigðisþjónustu og hvort þeir hyggðjast beita sér fyrir því að flokkur þeirra móti sér heildstæða stefnu um fyrrnefnd atriði. Skemmst er frá því að segja að aðeins einn þingmaður svaraði um hæl, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og var svar hennar birt á heimasíðu Röskvu 13. október síðastliðinn. Þar vísar Ingibjörg á mennta- og menningarmálahóp Samfylkingarinnar og biður okkur að leita til þeirra með einstök málefni en bætir við að jafnframt komi það "þó auðvitað ekki í veg fyrir að einstakir þingmenn svari ykkur ef þeim sýnist svo". Eftir að hafa ítrekað gengið eftir svörum og boðið alþingismönnum til fundar bárust loks svör frá tveimur stjórnarandstöðuflokkanna, Samfylkingu og vinstri grænum, fyrr í vikunni. Þingmenn hinna flokkanna hafa enn ekki svarað spurningum Röskvu. Spurningarnar fjalla þó einvörðungu um málefni sem skipta stúdenta miklu máli. Má ótrúlegt telja að þingmenn hafi ekki velt þeim fyrir sér og sjái ekki ástæðu til þess að svara þeim, jafnvel þó að á eftir því sé gengið. Tilgangur Röskvu með bréfsendingunni til þingmanna var ekki að kynna sér stefnur flokkanna í menntamálum. Þær þekkjum við vel og auðvelt er að nálgast slíkar almennar upplýsingar á heimasíðum flokkanna. Við vildum hins vegar vita hvort og hvernig þingmennirnir hugsa almennt um Háskóla íslands og hvort þeir hafi myndað sér skoðun á því hvernig eigi að taka á málefnum hans. Það dugir ekki að leggja til fína menntastefnu ef enginn áhugi er á að framkvæma hana. Eru stefnurnar málamiðlunarsúpa matreidd fyrir hvern sem vill smakka – eða er hún vel ígrunduð á grunni þeirrar hugmyndafræði sem flokksmenn og þingmenn standa fyrir, með stúdenta og framtíðarsýn að leiðarljósi? Stór meirihluti þingmanna Alþingis er útskrifaður frá Háskóla Íslands. Sumir eru þakklátir fyrir að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til menntunar, aðrir segja að eftir útskrift horfi hlutirnir öðruvísi við og skólagjöld séu orðin fýsilegri. Hvort heldur sem er telur Röskva að alþingismenn eigi að sýna þjóðskólanum og stúdentum sem þar nema áhuga og tilskylda virðingu með því að gera grein fyrir afstöðu sinni. Röskva stendur fyrir hádegisfundi í dag þar sem þingmenn munu sitja fyrir svörum um spurningar bréfsins.Fundurinn fer fram í Lögbergi og hefst klukkan 12.20. Höfundur er formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar