Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul 1. desember 2005 05:00 Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær ástæður eru mér ofarlega í huga þegar ég finn mig knúinn sem kristinn mann til þess að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra. Annarsvegar hef ég þá vissu að hjónabandið sé heilagt, og hinsvegar þá trú að biblían sé óskeikul. Það er kristin trú og almenn reynsla að hjónabandið er heilagt. Trúnaðurinn sem ríkir milli maka, virðingin og kærleikurinn sem skapast í gagnkvæmu trausti og samhjálp gerir hjónabandið heilagt. "Heilagt hjónaband" segjum við og meinum það skjól sem við finnum, öryggið sem ríkir á heimili góðra hjóna. Þannig verður heimilið líka helgidómur, því helgidómur er einfaldlega staður þar sem er pláss fyrir fólk og gott er að vaxa og dafna. Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu. Hið heilaga hjónaband stafar af gagnkvæmum og langreyndum trúnaði, ást og virðingu sem kemur líkamsgerð hjónanna, kynferði þeirra og hugsanlegum kirkjuferðum ekkert sérstaklega við. Í annan stað skiptir mig miklu að taka fram að það er kristin trú að biblían er óskeikul. Biblían bendir óskeikullega á Jesú Krist og þá nýju lífsmöguleika sem allri veröld er boðið vegna hans. Án alls vafa bendir biblían á Jesú Krist sem gefið hefur líf sitt fyrir heiminn og sigrað dauðann í upprisu sinni, svo að við megum óhrædd lifa og getum óhrædd dáið í trú á hann. Óskeikulleiki heilagrar ritningar er þannig fólginn í erindi hennar, fagnaðarerindinu, en ekki í bókstöfunum sem í bókinni standa. Gleðifrétt kristinnar trúar er sú að Guð hefur sætt heiminn við sig og gerst einn af okkur svo að við megum kannast hvað við annað. Okkur er óhætt að opna augun betur og betur fyrir þeirri staðreynd að við erum á samleið með öllu sem lifir, öllum manneskjum, dýrum og annari náttúru. Því er það kristin sannfæring mín að kirkja Jesú hljóti að virða réttindi og skyldur samkynhneigðra para, nú, þegar sú einfalda vitneskja er orðin almenningseign að samkynhneigð er hluti af hinni dásamlegu fjölbreytni sköpunarverksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun