Hríðarbylur og snjóflóð Vestra 3. janúar 2005 00:01 Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hús hafa verið rýmd í Bolungarvík, Hnífsdal, á Ísafirði, Tálknafirði og Patreksfirði vegna hættu á snjóflóðum. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld. Aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Snjóathugunarmenn fylgjast með fannferginu á Vestfjörðum. Alls hafa 38 manns verið gert að yfirgefa heimili sín á Ísafirði, í Hnífsdal, Dýrafirði og Önundarfirði. Snjóflóð féllu á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, skammt frá Ísafirði, á aðalgötu bæjarins Skutulsfjarðarbraut, á Hnífsdalsveg og við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Á miðmætti var umferð um aðalgötuna lokað samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Hún ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Á Patreksfirði fóru um áttatíu manns frá tuttugu heimilum sínum. Hefill keyrir á undan lögreglunni á staðnum þegar hún þarf að komast leiðar sinnar um ófærar götur bæjarins. Lögreglan segir fólk flest gista hjá vinum og vandamönnum en fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu hafi verið komið á fót. Björgunarsveit bæjarins hafi verið kölluð á Klettháls þar sem fólksbíll og jepplingur komust ekki leiðar sinnar. Þeir hafi verið dregnir heim. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd. Jónas Guðmundsson, lögreglustjóri sem setu á í almannavarnarnefnd, segir að samkomulag hafi náðst við íbúana tuttugu. Sumir þeirra höfðu deginum áður neitað að yfirgefa hús sín. Auk snjóflóðahættunnar á Vestfjörðum var rafmagnslaust á Barðarströnd um nokkurra klukkustunda skeið. Flutningabíll Kaupfélags Steingrímsfjarðar sat fastur um eina og hálfa klukkustund við Broddanes á Ströndum og mokstri Vegagerðarinnar þar var hætt. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt sé að mokstri en eins og spáin væri sé ólíklegt að af því verði. Veðurstofunni spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira